Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þing­flokks­for­maður Pírata, en hún var kjör­in á þing­flokks­fundi á dög­unum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Hún tekur við emb­ætt­inu af Hall­dóru Mog­en­sen. Björn Leví Gunnarsson var við sama til­efni kjörinn vara­þing­flokks­formaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti rit­ara þing­flokksins.

Á árunum 2017 til 2019 gegndi Þórhildur þessu sama hlutverki, en hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016.