Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­kona Pírata heim­sótti Úkraínu fyrr í vikunni og fór í vett­vangs­ferð til Bútsja, Irpin og Kænu­garð. Hún segir frá ferðinni í pistli á Face­book og segir að hún hafi haft djúp­stæð á­hrif á sig.

Þór­hildur fór í ferðina sem full­trúi Ís­lands í undir­nefnd laga- og mann­réttinda­nefndar Evrópu­ráðs­þingsins um við­brögð við meintum stríðs­glæpum og glæpum gegn mann­kyni í á­rásar­stríði Rúss­lands gegn Úkraínu. Hún var meðal tíu þing­manna frá tíu löndum sem fóru í ferðina.

Að sögn Þór­hildar gaf ferðin henni „nýja og skýra sýn á þetta hrylli­lega stríð“ en hún heim­sótti svæði þar sem talið er að fjöldi al­var­legra stríðs­glæpa hafi átt sér stað.

Lík á götum Bútsja svo vikum skipti


„Í Bucha heim­sóttum við fyrrum fjölda­gröf og ræddum við prestinn Andrei sem upp­lifði mánaðar­langt her­nám rúss­neskra her­manna og varð vitni að skelfi­legum stríðs­glæpum á hverjum degi,“ segir Þór­hildur.

Presturinn sagði þing­mönnunum frá því hvernig lík al­mennra borgara hafi legið á víð og dreif um borgina svo vikum skipti. „Hann sagði okkur að rúss­neskir her­menn hafi skilið eftir eftir jarð­sprengjur hjá líkunum og í bílum al­mennra borgara til þess að reyna að drepa þá sem reyndu að koma hinum látnu í jörð,“ segir Þór­hildur.

Al­mennir borgarar og sveita­stjórnar­starfs­menn tóku sig þó til að lokum og sóttu líkin þrátt fyrir á­hættuna. Þau gátu þó ekki farið með þau í kirkju­garðinn þar sem hann liggur fyrir utan bæjar­mörkin og rúss­neskir skrið­drekar og her­menn skutu á alla sem þangað fóru.

Mynd úr færslu Þórhildar þar sem hún sést íklædd skotvesti.
Mynd/Facebook: Þórhildur Sunna

„Því var brugðið á það ráð að grafa allar þessar mann­eskjur sem flestar voru teknar af lífi - í fjölda­gröfum, til þess að vernda líkams­leifarnar þar til hægt yrði að grafa þær upp aftur og bera kennsl á þær síðar,“ segir Þór­hildur. Eftir her­námið voru líkams­leifar grafnar upp og komnar í hendur réttar­meinar­fræðinga og svo jarð­sett.

Skotið á fólksbíla fólks á flótta


„Andrei lýsti hrylli­legu of­beldi og ó­trú­legri grimmd rúss­neskra her­manna gagn­vart al­mennum borgurum í Bucha. Hann sagði okkur að her­mennirnir virtust leggja sig sér­stak­lega fram við að skjóta á fólks­bíla fólks á flótta sem hafði merkt bíla sína með orðinu BÖRN skrifað stórum stöfum utan á bif­reiðirnar,“ segir Þór­hildur.

Þór­hildur segir heim­sóknina til Bútsja hafa verið mjög á­takan­lega og á­hrifa­mikla. Hún gæti skrifað meira um hana en segist vilja gefa sér tíma til að melta lífs­reynslunni áður en hún deildir henni í fullri lengd.

„Í Irpin blasti við okkur gríðar­leg eyði­legging. Alls staðar sáum við í­búða­blokkir, verslunar­mið­stöðvar, skóla og leik­skóla sem höfðu orðið fyrir loft­á­rásum rúss­neska hersins,“ segir Þór­hildur.

Hópurinn hitti vara­borgar­stjóra Irpin en hann var í borginni á meðan her­námið stóð yfir og lagði sitt fram til að verja al­menna borgara. „Hann tók þátt í að skipu­leggja flótta um 95% allra al­mennra borgara, um 100.000 manns út úr borginni og lýsti einnig skot­á­rásum rúss­neska hersins á bíla merkta BÖRN,“ segir Þór­hildur.

Þurfta að færa fund þegar loftvarnarflautur fóru í gang

Í Kænu­garði fundaði hópurinn með úkraínskum þing­mönnum í þing­húsinu, þar sem um­merki um stríðið voru aug­ljós, að sögn Þór­hildar, sand­pokar fyrir gluggum og mikil öryggis­gæsla og við­búnaður.

Full­trúar úkraínska utan­ríkis­ráðu­neytisins sögðu hópnum frá bar­áttu sinni til að koma á fót sér­stökum al­þjóða­dóm­stól um glæp gegn friði. Í miðjum fundi fóru loft­varna­flautur í gang og færa þurfti fundinn á öruggari stað.

Mynd úr færslu Þórhildar þar sem sést mikil eyðilegging á húsum.
Mynd/Facebook: Þórhildur Sunna

„Það skal viður­kennast að mér leist ekki á blikuna. Full­trúar utan­ríkis­ráðu­neytisins voru salla­ró­legir, enda er þetta orðið hluti af þeirra dag­lega lífi,“ segir Þór­hildur. „Ó­þægi­leg lífs­reynsla fyrir mig en ég get ekki í­myndað mér hvernig er að búa við svona að­stæður á hverjum degi.“

Hópurinn hitti vara­dóms­mála­ráð­herra Úkraínu og sér­fræðinga dóms­mála­ráðu­neytisins sem sagði þeim frá mála­ferlum Úkraínu gegn Rúss­landi fyrir Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu og hug­myndum um sér­stakan skaða­bóta­dóms­stól.

„Úkraína þarf á öllum okkar stuðningi að halda"


„Við hittum ríkis­sak­sóknara Úkraínu sem var mjög upp­lýsandi,“ segir Þór­hildur. „Hún sagði okkur frá að­ferðum þeirra við að rann­saka meira en 20 þúsund til­kynnta stríðs­glæpi og frá vand­kvæðum við að rann­saka kyn­ferðis­glæpi framda af rúss­neskum her­mönnum.“

Einnig hitti nefndin nokkra full­trúa frá frjálsum fé­laga­sam­tökum þar sem rætt var um stöðu við­kvæmra hópa og flótta­manna innan og utan Úkraínu. Sem stendur séu um fimm­tán milljónir á flótta.

„Ég er enn að melta þessa ferð, eins og áður sagði og mun ef­laust skrifa miklu meira um það sem við upp­lifðum þarna næstu daga og vikur,“ segir Þór­hildur. „Undir­nefndin mun einnig skila skýrslu um ferðina og þær á­lyktanir sem við drögum af henni í ágúst eða septem­ber.“

„Eitt er víst og það er að Úkraína þarf á öllum okkar stuðningi að halda. Heim­sóknir til Irpin og Bucha sýndu mér að það er stefna rúss­neskra stjórn­valda að fremja stríðs­glæpi á stórum skala gagn­vart al­mennum borgurum til þess að sá ótta og skelfingu meðal þeirra. Ef ekki ein­fald­lega til þess að þurrka Úkraínu af kortinu, eins og presturinn Andrei orðaði það,“ segir Þór­hildur.

Mynd úr færslu Þórhildar þar sem sést útskotinn bíll og eyðilagt hús í bakgrunni.
Mynd/Facebook: Þórhildur Sunna