Þór­hildur Gyða Arnars­dóttir hefur kært lög­manninn Sigurð G. Guð­jóns­son til lög­reglunnar, Per­sónu­verndar og úr­skurðar­nefndar Lög­manna­fé­lags Ís­lands. Ríkis­út­varpið greinir frá.

Er á­stæðan þau rann­sóknar­gögn sem Sigurður birti á Face­book úr saka­málinu sem fellt var niður eftir að Kol­beinn Sig­þórs­son gerði sam­komu­lag við Þór­hildi.

Sigurður segir í sam­tali við miðilinn að hann hafi ekki séð kærurnar. Því ætli hann ekki að tjá sig um þær.

Gunnar Ingi Jóhanns­son, lög­maður Þór­hildar, segir að Sigurður hafi með færslu sinni mis­farið með per­sónu­upp­lýsingar og rann­sóknar­gögn og brotið gegn frið­helgi einka­lífs hennar. Hann hafi gerst brot­legur gegn lögum um þagnar­skyldu­á­kvæði.

Þá segir lög­maðurinn að það sé rangt að Sigurður hafi birt gögnin sem einka­per­sónan Sigurður G. Guð­jóns­son eins og hann hafi sjálfur full­yrt. Sigurður hafi reynt að koma sér undan trúnaðar-og þagnar­skyldum með þessu.

Er þess krafist í kærunni að lög­reglan kanni sér­stak­lega hvaðan Sigurður hafi fengið gögnin. Segir lög­maðurinn að líkur séu á því að hann hafi fengið þau frá Kol­beini.

Færslan hafi haft þann eina til­gang að niður­lægja Þór­hildi

Þá er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu per­sónu­upp­lýsinga og gerst sekur um sak­næma og ó­lög­mæta hátt­semi í kærunni til Per­sónu­verndar. Sigurður hafi ekki haft heimild til að vinna upp­lýsingarnar né birta þær opin­ber­lega.

Bent er á að Sigurður G. sé for­seti dóm­stóla KSÍ, þiggi fyrir það laun og sé enn­fremur stjórnar­maður í Bakara­meistaranum, sem sé í eigu Kol­beins Sig­þórs­sonar.

Þá segir í kærunni til Lög­manna­fé­lagsins að ljóst sé að Sigurður hafi með þessu reynt að niður­lægja Þór­hildi og draga úr trú­verðug­leika hennar sem brota­þola í saka­máli „og um leið druslu­skamma hana.“ Er þess krafist að Sigurði verði veitt á­minning eða beittur strangari viður­lögum.