Þór­hildur Gyða Arnars­dóttir, meistara­nemi í fé­lags­ráð­gjöf og bar­áttu­kona fyrir þol­endum of­beldis og þöggunar, kallar eftir því að þol­endur of­beldis njóti betri verndar hjá bæði lög­reglu og Per­sónu­vernd.

„Sam­kvæmt upp­lýsingum á heima­síðu Per­sónu­verndar kemur fram að á­ætlaður af­greiðslu­tími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lög­reglu­yfir­völdum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að for­dæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þol­endur of­beldis njóta ekki verndar hjá lög­reglu- og per­sónu­verndar­yfir­völdum og af hverju raunin sé sú að auð­velt sé að leka lög­reglu­skýrslum þeirra,“ segir Þór­hildur Gyða í að­sendri grein á vef Vísis í dag.

Þór­hildur kærði Sigurð G. Guð­jóns­son, hæsta­réttar­lög­fræðing, fyrir um tveimur mánuðum til bæði lög­reglunnar og per­sónu­verndar fyrir að birta gögn úr lög­reglu­skýrslu hennar á sam­fé­lags­miðlum án hennar sam­þykkis.

Lekinn geti verið skaðlegur málinu

Hún vísar í grein sinni til annarra á­líka mála eins og máls Car­menar Jóhanns­dóttur en viku áður en að héraðs­dómur sýknaði Jón Bald­vin Hannibals­son, fyrr­verandi ráð­herra, af á­sökunum hennar um kyn­ferðis­brot hans gegn henni birti hann inni­hald úr lög­reglu­skýrslu þolanda í að­sendri grein á Vísi.

Þór­hildur Gyða segir að leki á lög­reglu­skýrslum geti verið mjög skað­legur fyrir þau sem fyrir því verða og geti jafn­vel haft á­hrif á rann­sókn málsins ef það er enn á rann­sóknar­stigi.

„Að leka per­sónu­rekjan­legum upp­lýsingum um brota­þola of­beldis út frá lög­reglu­skýrslu getur einnig stofnað við­komandi í lífs­hættu. Af­hverju er það litið al­var­legri augum þegar per­sónu­rekjan­legum upp­lýsingum úr skýrslu lög­reglu­manna er lekið? Ætlum við sem sam­fé­lag bara að leyfa því að gerast að lög­reglu­skýrslum brota­þola í of­beldis­málum sé lekið á Inter­netið og í fjöl­miðla án nokkurs­konar af­leiðinga?“ spyr Þór­hildur Gyða og veltir því einnig fram af hverju af­greiðsla slíkra mála sé ekki tekin fyrr og fljótar fyrir hjá yfir­völdum eins og Per­sónu­vernd.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.