Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, starfs­aldurs­for­seti Al­þingis, minntist Þórunnar Egils­dóttur, al­þingis­manns og formanns þing­flokks Fram­sóknar­flokksins, við setningu Al­þingis í dag.

Þórunn lést þann 9. júlí síðast­liðinn eftir bar­áttu við krabba­mein.

„Þær sorgar­fréttir bárust hingað 10. júlí á liðnu sumri að Þórunn Egils­dóttir, al­þingis­maður og for­maður þing­flokks Fram­sóknar­flokksins, einn af vara­for­setum Al­þingis, hefði andast kvöldið áður, 9. júlí, á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri. Sú fregn var ó­vænt þótt við al­þingis­menn og margir aðrir hefðum fylgst með hetju­legri bar­áttu hennar síðan snemma árs 2018 við krabba­mein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram. Þórunn var í veikinda­leyfi frá þing­störfum að mestu frá 2019 en undir lok þing­halds síðast­liðið vor kom hún í þing­húsið og heilsaði upp á þing­menn og starfs­menn, en erindi hennar í höfuð­staðinn var að flytja á­varp fyrir hönd þing­kvenna á árs­fundi sam­taka kven­leið­toga,“ sagði Þor­gerður Katrín.

Þórunn hefði orðið 57 ára í dag.

Hún bætti við að það væri ein af þessum ó­trú­legu til­viljunum lífsins að setning Al­þingis í dag ber upp á fæðingar­degi Þórunnar, en hún fæddist í Reykja­vík þann 23. nóvember 1964 og hefði því orðið 57 ára í dag.

Sann­gjörn en föst fyrir

Í minningar­orðum sínum sagði Þor­gerður Katrín að Þórunn hafi vakið at­hygli fyrir prúð­mann­lega fram­komu og sann­gjarnan mál­flutning. „Hún var þó föst fyrir í störfum fyrir flokk sinn og hafði skýra sýn á hvað skipti máli og hvað ekki.“

Þórunn var kjörin al­þingis­maður Norð­austur­kjör­dæmis 2013 og endur­kjörin 2016 og 2017. Hún var vara­for­seti Al­þingis nær sam­fellt frá 2015 og um tíma starfandi for­seti Al­þingis. Þá var hún for­maður þing­flokks Fram­sóknar­manna 2015 og á ný frá 2016 meðan heilsa leyfði.

„Þórunn Egils­dóttur var um margt sér­stæð og eftir­minni­leg kona, bar með sér reisn í fram­komu, hæg­lát í fasi, orð­vör og orð­heppin. Öllum þótti gott að vinna með Þórunni sem var traust og yfir­veguð á hverju sem gekk. Hún var ein­stak­lega dug­leg, ó­sér­hlífin og skyldu­rækin við öll störf sín á Al­þingi. Frá­fall al­þingis­manns sætir tíðindum en það snertir okkur þó dýpra en ella sem þekktum marg­þætta mann­kosti Þórunnar, bar­áttu­þrek, hug­rekki og bjart­sýni hennar. Al­þingi saknar vinar í stað.“

Minntist einnig Jóns Sigurðs­sonar

Þor­gerður minntist einnig Jóns Sigurðs­sonar, fyrr­verandi ráð­herra og for­manns Fram­sóknar­flokksins, sem lést á líknar­deild Land­spítalans þann 10. septem­ber síðast­liðinn eftir löng veikindi.

„Jón Sigurðs­son var fjöl­menntaður og marg­fróður maður og bjó yfir mikilli reynslu er hann kom til starfa á Al­þingi, góður og sann­gjarn í sam­skiptum við aðra í stjórn­málum, hreinn og beinn, vel­viljaður og jafnan glaður í bragði. Hann var snjall ræðu­maður og vel máli farinn. Svo fór að Al­þingi naut krafta Jóns að­eins skamman tíma en hvar sem hann fór munaði um hann í ís­lensku við­skipta- og menningar­lífi,“ sagði Þor­gerður áður en hún bað þing­heim að rísa úr sætum til að minnast Þórunnar og Jóns.

Jón Sigurðsson lést þann 10. september síðastliðinn.