Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, mætti í morgun í Lækjarskóla til að greiða atkvæði sitt.
Kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og verður opið til klukkan 22 í kvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstað hvers og eins á vef Reykjavíkurborgar.
Helga Lind Mar, starfsmaður Viðreisnar, segir flokk sinn hlýða Þórólfi og Víði aðspurð um kosningavöku flokksins.
„Við fylgjum reglum og verðum til eitt, en við skemmtum okkur bara enn betur, og verðum með karókíherbergi og píluspjöld,“ skrifar Helga.
„En ef við vinnum einhvern sturlaðan kosningasigur þá verður formaðurinn píndur til að halda áfram partíi,“ bætir hún við á léttari nótunum.