Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, sagði meðal annars í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra í kvöld að fylgi Við­reisnar í skoðana­könnunum væri skýr skila­boð um að hverfa frá kyrr­stöðu­sátt­málanum sem hún sagði for­sætis­ráð­herra hafa boðað. Það væri á­byrgðar­leysi að sitja í ríkis­stjórn sem velur kyrr­stöðu.

Í ræðu sinni tók Þor­gerður nokkur dæmi um það hvers vegna hún teldi að Við­reisn væri á upp­leið í skoðana­könnunum. „Við þurfum ekki annað en að horfa á ör­fáa þætti til þess að átta okkur á því hvers vegna frjáls­lyndið sækir á og Við­reisn vaxi.“

Þor­gerður tók fram að í því fælist á­byrgð að vera manneskja í stjórn­málum. „Þess vegna er það á­byrgðar­leysi að sitja í ríkis­stjórn sem velur kyrr­stöðu. Því kyrr­staðan er ekki mót­vægi við öfgar og aftur­hald, hvað þá að hún sé hreyfi­afl fyrir mennskuna til fram­tíðar.“

Fé­laga­sam­tök og sjálfs­eignar­fé­lög þyrnir í augum ráð­herra

Nefndi hún til að mynda lof­orð Vinstri grænna hvað varðar um­bætur í heil­brigðis­málum. Sagði hún að lof­orðin hefðu verið þau stærstu sem nokkru sinni hefðu verið gefin.

„Hvaða fréttir blasa svo við fólkinu í landinu nú þegar kjör­tíma­bilið er hálfnað? Fleiri fréttir um lokanir en nokkru sinni fyrr í sögunni. Fleiri fréttir um frestun að­gerða en áður,“ sagði Þor­gerður.

Þá sagði hún að fé­laga­sam­tök og sjálfs­eignar­fé­lög hafi lengi gegnt þýðingar­miklu hlut­verki í ís­lenskri heil­brigðis­þjónustu. „Í lokuðum bak­her­bergjum lætur hún em­bættis­menn sína þröngva þeim til að kyngja ó­verð­tryggðum skamm­tíma­samningum enda verð­trygging bara ætluð fyrir bú­vöru­samninga.“

Bak­land for­ystu­flokksins í fjötrum löngu liðinna kalda­stríðs­hug­mynda

Þá fór Þor­gerður nokkuð hörðum orðum um af­stöðu ríkis­stjórnina til utan­ríkis­mála og sagði bak­land Sjálf­stæðis­flokksins brotið þegar kæmi að því að verja aðild Ís­lands að innri markaði Evrópu­sam­bandsins. Bak­land VG væri á meðan í fjötrum löngu liðinna kald­stríðs­hug­mynda þegar kæmi að vörnum landsins.

„Hvaða á­hrif hefur þetta? Svarið er aug­ljóst - Ríkis­stjórn með þessa klafa á herðum er of veik til að gæta hags­muna Ís­lands og leggja inn á nýjar brautir, til að svara kalli nýrra tíma. Hún er í besta falli um­gjörð um ó­breytt á­stand. Hún sækir ekki fram.“

Þor­gerður sagði veik­leikann hafa komið skýrt fram í orku­pakka­málinu. Það hefði tekið tvö ár að af­greiða málið, þrátt fyrir af­gerandi meiri­hluta í þinginu.

Arf­leifð Katrínar Jakobs­dóttir gæti orðið að festa í sessi ó­breytt á­stand

Í síðari hluta ræðu sinnar sagðist Þor­gerður sam­mála for­sætis­ráð­herra, sem kallaði eftir sam­stöðu um auð­linda­á­kvæði í stjórnar­skrá. Ríkis­stjórnin væri hins­vegar mynduð um kyrr­stöðu og því vilji hún stjórnar­skrár­á­kvæði sem segi ekkert um­fram það sem al­menn lög hafi lengi mælt um.

„Til þess að gera sam­eign þjóðarinnar raun­veru­lega virka þarf að gera tvenns konar breytingar. Annars vegar að binda nýtingu einka­aðila við til­tekinn tíma í senn. Og hins vegar að þeir greiði rétt­látt auð­linda­gjald fyrir þessi verð­mæti,“ sagði Katrín.

Á­kall frá for­sætis­ráð­herra sem ekki tæki á því við­fangs­efni, væri því ein­fald­lega til­raun til að villa um fyrir fólki. „Arf­leifð Katrínar Jakobs­dóttur gæti því orðið til að festa í sessi ó­breytt á­stand og reyna svo að telja þjóðinni trú um, í gegnum glans­mynd og í gegnum PR mennsku að ein­hverju hafi verið á­orkað. Og enn og aftur verða kæru landsmenn, al­manna­hags­munir látnir víkja fyrir sér­hags­munum.“

Þá nefndi Þorgerður að VG sýndi ekki frumkvæði til að breyta löngu úreltri hvalveiðistefnu Íslendinga.