Á vef Co­vid.is kem­ur nú fram að helm­ing­ur Ís­lend­ing­a hafi smit­ast af Co­vid og sé með stað­fest smit, eða alls 188.291 manns. Tíðn­i end­ur­smit­a er um 2,2 prós­ent og því 4.155 sem hafa smit­ast oft­ar en einu sinn­i af Co­vid-19.

Þór­ólf­ur Guðn­a­son, sótt­varn­a­lækn­ir, seg­ir að enn séu að grein­ast um 100 smit á dag en að fáir veik­ist al­var­leg­a. Þau sem geri það séu flest með und­ir­liggj­and­i sjúk­dóm­a. Hann vinnur nú að því að greina þá reynslu sem fékkst í faraldrinum og segir mikilvægt að hún verði nýtt í nýjar viðbragðsáætlanir.

„Við erum búin að tala um þett­a nokk­uð leng­i. Það eru 50 prós­ent sem eru með stað­fest­a sýk­ing­u en svo höf­um við bent á það að mið­að við mót­efn­a­mæl­ing­u sem gerð var í sam­vinn­u við Ís­lensk­a erfð­a­grein­ing­u og þau sýni sem voru tek­in fyr­ir það í apr­íl þá var um 50 prós­ent af eldri ald­urs­hóp­un­um búin að fá Co­vid og allt að 80 prós­ent í yngr­i ald­urs­hóp­um,“ seg­ir Þór­ólf­ur og að síð­an þá hafi marg­ir feng­ið Co­vid og því megi gera ráð fyr­ir því að hlut­fall­ið sé mikl­u hærr­a.

„Þett­a er lág­marks­tal­a. Að­eins stað­fest smit,“ seg­ir Þór­ólf­ur og að enn grein­ist á hverj­um degi um 100 manns með Co­vid í próf­i en að lík­leg­a sé fjöld­inn meir­i því ein­hverj­ir fara ekki í próf eða taka heim­a­próf.

„Það er stór hlut­i þjóð­ar­inn­ar sem hef­ur feng­ið Co­vid núna. Það sax­ast hægt á hóp­inn þeg­ar það eru um 100 á dag en það eru lík­leg­a mikl­u fleir­i sem hafa og eru að smit­ast.“

Sam­kvæmt vef Land­spít­al­a lágu níu inni í gær vegn­a eða með Co­vid-19 á spít­al­an­um en að sögn Þór­ólfs voru að­eins einn eða tveir þeirr­a sem voru í ein­angr­un með virkt smit.

Vinna að nýjum viðbragðsáætlunum

Spurð­ur hvort að hann hafi nú tíma til að skoð­a við­brögð og ann­að sem gerð­ist í far­aldr­in­um seg­ir Þór­ólf­ur að nú fari fram svo­köll­uð eft­ir­ár­ýn­i þar sem kaf­að er ofan í ýmsa þætt­i eins og við­bragðs­á­ætl­an­ir sem voru gerð­ar fyr­ir far­ald­ur.

„Það þarf að skoð­a vel hvern­ig þess­ar á­ætl­an­ir reynd­ust okk­ur, hvort þær reynd­ust vel og hvort að við höf­um ver­ið með rétt­ar á­hersl­ur eða ekki og hvort að eitt­hvað hafi vant­að. Það þarf að búa til við­bragðs­á­ætl­an­ir fyr­ir fram­tíð­in­a. Við fáum svon­a far­ald­ur aft­ur og það er bet­ra að vera vel bú­inn og nýta þess­a reynsl­u í við­bragðs­á­ætl­an­ir fram­tíð­ar­inn­ar.“