Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­ríkis­ráð­herra segir yfir­lýsingu for­seta Rúss­lands um her­kvaðningu ekki koma á ó­vart en að í henni felist stig­mögnun. Hún segir ljóst að ekkert mark sé hægt að taka á fyrir­huguðum kosningum og að af­staða Vestur­velda sé ljós.

„Það sem kom fram í máli Pútín í raun það sem maður hafði búist við. En í þessu felst vissu­lega stig­mögnun á­stands sem þegar var veru­lega al­var­legt,“ segir Þór­dís Kol­brún i sam­tali við Frétta­blaðið en hún er, á­samt tveimur öðrum ráð­herrum ríkis­stjórnarinnar, stödd á Alls­herjar­þingi Sam­einuðu þjóðanna í New York.

Þór­dís segir að tíma­setningu á­varpsins mögu­lega hægt að lesa sem við­brögð við slöku gengi rúss­neskra hersins á víg­vellinum undan­farnar vikur.

„Það er ekki ljóst hvaða á­hrif yfir­lýsing um aukna her­kvaðningu mun í raun og vera hafa. En það sem liggur fyrir er að hún mun ná til 300 þúsund manns og sýnir að rúss­neski herinn er í miklum vand­ræðum í Úkraínu og það er vissu­lega hrylli­leg til­hugsun fyrir fólk í Rúss­landi að geta átt von á því að vera nauð­beygt til að taka þátt í þessu hörmu­lega feigðar­flani sem að Pútín hefur att þjóð sinni út í.“

Hún segir þetta ekki fyrsta sinn sem Rúss­land boðar til kosninga í her­numdum héruðum og að liggi al­ger­lega fyrir hvaða augum vest­ræn ríki munu líta á niður­stöður þessara kosningar.

„Það er auð­vitað ekkert mark takandi á þessum svo­kölluðu kosningum. Það þýðir ekki einu sinni að velta því fyrir sér því sem verður kynnt sem ein­hvers konar niður­stöður úr slíkri af­bökun.“

Stríðsglæpir að hrannast upp

Þór­dís segir að sannanir á stríðs­glæpum Rússa gegn bæði al­mennum borgurum og her­mönnum hrannist upp og að ná­granna­ríki Rúss­lands viti vel að hann ætli sér ekki að láta staðar numið við Úkraínu.

„Þess vegna hömrum við á því að við þurfum að standa sam­einuð. Ef hann vinnur þetta stríð, og ekki Úkraína, er hann að taka skref í ein­hverri heims­mynd sem að Ís­land á engan mögu­leika í. Ef hans heims­mynd verður ofan á.“

Hvað varðar kjarna­vopn og mögu­lega aukna hættu á að hann noti slík vopn segir Þór­dís hótanir Pútíns al­var­legar og ó­á­byrgar en að þær muni ekki hafa á­hrif á sam­stöðu Vestur­veldanna.

„Þetta sýnir hvers konar ógn er við að etja og þess er mikil­vægi að undir­strika sam­stöðu og stuðning við Úkraínu.“

Fólk hér þurfi ekki að hafa áhyggjur

Spurð hvort hún hafi skila­boð til þeirra sem mögu­lega hafa á­hyggjur hér á Ís­landi af þessum hótunum hans segir hún að þau ríki sem leggja á­herslu á að al­þjóð­leg lög og mann­réttindi séu virt séu sterkari saman en sundruð.

„Það sem Ís­land getur gert í þessum að­stæðum, er að gera það sem er rétt. Við eigum allt undir því að sú heims­mynd sem við byggjum okkar reglur á, í því al­þjóða­kerfi sem við erum í, verði ofan á, í stað heims­myndar hans. Og þess vegna skiptir máli að gera það sem er rétt og vera verðugir banda­menn. Það er okkar hlut­verk. En auk þess eigum við mikið undir her­mætti annarra ríkja. Þótt við séum ekki með her þá byggjum við okkar varnir og öryggi upp að ein­hverju marki á her­mætti annarra þjóða,“ segir Þór­dís og að hún telji ekki á­stæðu fyrir fólk á Ís­landi til að hafa raun­veru­legar á­hyggjur.

Mun ræða málið í ræðu sinni

Spurð hvort hún telji að yfir­lýsingin muni setja mark sitt á vinnu eða um­ræður á Alls­herjar­þinginu sem nú stendur yfir segir Þór­dís að leið­togar og em­bættis­menn muni ef­laust nota tæki­færið og vekja máls á al­var­leika málsins í ræðum sínum og að fólk muni ræða þetta í sam­tölum sínum.

„Ég flyt ræðu á laugar­daginn og hún mun fela í sér skýra línu gagn­vart inn­rás Rúss­lands í Úkraínu og mikil­vægi þess að við stöndum vörð um það kerfi sem byggt var upp í síðari heims­styrj­öld og hefur haft á­hrif á frið í heiminum í marga ára­tugi. Núna er reynt að vega að því kerfi og ég mun ræða það.“