Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra sigraði í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi með 1.347 at­kvæði.Frá þessu er greint á vef Sjálf­stæðis­flokksins. Þar kemur fram að alls hafi 2.289 greitt at­kvæði í kjör­dæmi sem er tals­verð fjölgun frá því síðast þegar var próf­kjör þegar um 1.500 tóku þátt.

Gild at­kvæði voru 2.232 og skiptast þannig.

Í 1. sæti með 1.347 at­kvæði í 1 sæti er Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir
Í 2. sæti með 1.061 at­kvæði í 1-2 sæti er Haraldur Bene­dikts­son
Í 3. sæti með 1.190 at­kvæði í 1-3 sæti er Teitur Björn Einars­son
Í 4. sæti með 879 at­kvæði í 1-4 sæti er Sig­ríður Elín Sigurðar­dóttir

Haraldur hefur áður sagt að hann ætli ekki að taka annað sætið.
Fréttablaðið/Anton Brink