Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi með 1.347 atkvæði.Frá þessu er greint á vef Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur fram að alls hafi 2.289 greitt atkvæði í kjördæmi sem er talsverð fjölgun frá því síðast þegar var prófkjör þegar um 1.500 tóku þátt.
Gild atkvæði voru 2.232 og skiptast þannig.
Í 1. sæti með 1.347 atkvæði í 1 sæti er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Í 2. sæti með 1.061 atkvæði í 1-2 sæti er Haraldur Benediktsson
Í 3. sæti með 1.190 atkvæði í 1-3 sæti er Teitur Björn Einarsson
Í 4. sæti með 879 atkvæði í 1-4 sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir

Haraldur hefur áður sagt að hann ætli ekki að taka annað sætið.
Fréttablaðið/Anton Brink