Styr hefur staðið um tíst Þór­­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur utan­­­rík­is­ráð­herra frá því í gær þar sem hún vitnaði til orða banda­ríska mann­réttinda­frömuðarins Martin Lut­her King Jr.

Net­verjar voru margir hverjir afar ó­sáttir við tístið og fékk hún yfir sig hol­skeflu at­huga­semda á Twitter. Margir túlkuðu það sem svo að Þór­dís Kol­brún væri vitnaði til orða King Jr. í tengslum við sótt­varna­að­gerðir sem hún hefur gagn­rýnt áður.

Í skrif­legu svari við fyrir­spurn Kjarnans segir Þór­dís Kol­brún að tístið hafi verið „hugsað í al­gjörri ein­lægni sem tákn um virð­ingu fyrir manni sem er sam­eig­in­­leg tákn­­mynd margs þess besta í fari mann­kyns; hug­rekkis, rétt­­sýni og bar­áttu­­þreki fyrir mann­rétt­ind­um.“

Enn fremur segir ráð­herrann að í gær á af­mælis­degi King Jr. og frí­degi í Banda­ríkjunum af því til­efni hafi verið „gott til­­efni til þess að minna okkur á að orð hans og skila­­boð eiga enn brýnt erindi við heim­inn.“

Hún hafnar þeirri túlkun að tístið hafi vísað til sótt­varna­að­gerða.

„Í um­ræðum víða um heim hefur hins vegar gætt til­­hneig­ingar til þess að tak­­marka frelsi fólks til tján­ingar og frjálsrar hugs­un­ar. Ég tel til­­efni til að við minnum okkur á mik­il­­vægi þess að and­­stæðar skoð­anir fái að heyrast, og ég tek fram að mér er jafn­um­hugað um tján­ing­ar­­frelsi þeirra sem eru mér full­kom­­lega ó­sam­­mála og hinna sem eru mér sam­­mála,“ segir Þór­­dís Kol­brún enn fremur í svarinu til Kjarnans.