Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og borgarfulltrúi Viðreisnar, vill leiða lista Viðreisnar í sveitastjórnarkosningunum í vor.

Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag.

Þar segir hún meðal annars að undanfarin þrjú ár í borgarstjórn hafi verið gefandi og skemmtileg. Það sé margt sem Viðreisn hefur komiðí gegn, í samstarfi við aðra flokka.

Áhersla hafi verið lögð á verkefni á borð við að fjölga leikskólum, brúa bilið, einfalda þjónustu og koma á stafrænni umbreytingu. Ekki síst þéttingu byggðar og Borgarlínuna. Þetta séu allt stór og umfangsmikil verkefni sem þurfi að halda vel utan um og klárist ekki á einu kjörtímabili.

„Róm var ekki byggð á einum degi og það er mikil þörf fyrir flokk eins og Viðreisn við borgarstjórnar borðið,“ segir í færslunni.