Próf­­kjöri Við­reisn­ar fyr­ir kom­andi borg­ar­­stjórn­ar lauk í dag og vann Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir með 575 at­kvæðum. Var þetta fyrsta próf­­kjör Við­reisn­ar í Reykja­vík og fengu flokks­menn að velja í fjög­ur efstu sæt­in á fram­­boðs­list­an­um.

Niður­­­stöðurn­ar eru eft­ir­far­andi:-

Í fyrsta sæti með 575 at­­kvæði í 1. sæti: Þór­­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir
Í öðru sæti með 799 at­­kvæði í 1.-2. sæti: Pawel Bar­toszek
Í þriðja sæti með 646 at­­kvæði í 1.-3. sæti: Þór­­dís Jóna Sig­urðar­dótt­ir
Í fjórða sæti með 885 at­­kvæði í 1.-4. sæti: Diljá Ámunda­dótt­ir Zoega
Á kjör­­skrá hjá Við­reisn voru 1.939 manns og bár­ust alls 1.182 at­­kvæði. Kjör­­sókn var 60,96%. Af þeim voru 4 at­­kvæði auð en ekk­ert ó­gilt.

Þetta eru úr­­slit próf­­kjörs sem hafa verið af­hent upp­­still­ing­ar­­nefnd sem síðan þarf að stilla upp lista í sam­ræmi við regl­ur Við­reisn­ar, þ.m.t. varðandi kynja­hlut­­föll.

Fólk gat valið hvort það kysi ra­f­rænt eða skrif­­lega en mun fleiri völdu fyrri kost­inn, að því er seg­ir í til­­kynn­ingu.