Prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnar lauk í dag og vann Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 575 atkvæðum. Var þetta fyrsta prófkjör Viðreisnar í Reykjavík og fengu flokksmenn að velja í fjögur efstu sætin á framboðslistanum.
Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:-
Í fyrsta sæti með 575 atkvæði í 1. sæti: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Í öðru sæti með 799 atkvæði í 1.-2. sæti: Pawel Bartoszek
Í þriðja sæti með 646 atkvæði í 1.-3. sæti: Þórdís Jóna Sigurðardóttir
Í fjórða sæti með 885 atkvæði í 1.-4. sæti: Diljá Ámundadóttir Zoega
Á kjörskrá hjá Viðreisn voru 1.939 manns og bárust alls 1.182 atkvæði. Kjörsókn var 60,96%. Af þeim voru 4 atkvæði auð en ekkert ógilt.
Þetta eru úrslit prófkjörs sem hafa verið afhent uppstillingarnefnd sem síðan þarf að stilla upp lista í samræmi við reglur Viðreisnar, þ.m.t. varðandi kynjahlutföll.
Fólk gat valið hvort það kysi rafrænt eða skriflega en mun fleiri völdu fyrri kostinn, að því er segir í tilkynningu.