Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála-, at­vinnu- og ný­sköpunar­ráð­herra, segir það ekki koma til greina að Ís­lendingar þurfi að búa við á­fram­haldandi skerðingu á réttindum og at­hafna­frelsi vegna mögu­legs aukins á­lags á heil­brigðis­kerfið.

„Nú er í þá átt að koma sam­fé­laginu í eðli­legt horf, jafn­vel þótt ekki sé hægt að tryggja að því felist engin á­hætta,“ segir Þór­dís Kol­brún í pistli í sunnu­dags­blaði Morgun­blaðsins.

Hún segir þar að það hafi verið gleði­legt að fylgjast með frænd­þjóðum okkar koma lífinu aftur í eðli­legt horf en öll hin nor­rænu ríkin hafa af­létt nánast öllum inn­lendum sótt­varna­að­gerðum.

Þór­dís Kol­brún segir í greininni að stjórn­völd þurfi að vega og meta heildar­hags­muni sótt­varnar­að­gerða og spyr hvers virði að­gerðirnar eru þegar ýmsar skerðingar á lífs­gæðum fólks eru enn við lýði.

„Allt eru þetta fórnir og frá­vik frá þeim mann­réttindum, frelsi og lífs­gleði sem við viljum að ein­kenni okkar góða sam­fé­lag,“ segir hún í greininni.

Það kemur hins vegar ekki til greina í mínum huga að Ís­lendingar þurfi að sætta sig við að álag á heil­brigðis­kerfið, af ýmsum á­stæðum, sé notað sem rétt­læting fyrir við­varandi skerðingu á réttindum og at­hafna­frelsi

Hún segir að það liggi fyrir að hingað muni koma inflúensa og aðrar pestir sem muni lík­lega vera skæðari en áður vegna far­aldursins í fyrra og að það sé sjálf­sagt mál að fólk gæti að al­mennum sótt­vörnum og heil­brigðum lífs­stíl.

„Það kemur hins vegar ekki til greina í mínum huga að Ís­lendingar þurfi að sætta sig við að álag á heil­brigðis­kerfið, af ýmsum á­stæðum, sé notað sem rétt­læting fyrir við­varandi skerðingu á réttindum og at­hafna­frelsi,“ segir Þór­dís Kol­brún í greininni.

Hún segir að þótt svo að sótt­varnar­sjónar­mið séu mikil­væg þá sé það skylda stjórn­valda að standa vörð um al­menn lífs­gæði, efna­hags­líf og menningu.

„Til þess þurfum við að hafa hug­rekki til þess að lifa með þeim á­hættum sem ó­hjá­kvæmi­legar eru í mann­legu sam­fé­lagi. Stjórn­völd þurftu í ein­hverjum skilningi að fá frelsi fólks að láni. Það kom hins vegar aldrei annað til greina en að skila því aftur til rétt­mætra hand­hafa, fólksins sjálfs,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Greinina er hægt að lesa í heild sinni hér.