„Það er enn sem komið er einn í fram­boði og þangað til það breytist hef ég ekkert sér­stakt um það að segja,“ sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, í sam­tali við Frétta­blaðið eftir ríkis­stjórnar­fund í morgun.

Þór­dís Kol­brún vildi lítið tjá sig um mögu­legan for­manns­slag þeirra Bjarna Bene­dikts­sonar, sitjandi formanns, og Guð­laugs Þórs Þórðar­sonar, um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra sem liggur nú undir feldi.

Lands­fundur Sjálf­stæðis­flokksins fer fram um aðra helgi og kemur það væntan­lega í ljós á næstu dögum hvort Guð­laugur bjóði sig fram gegn Bjarna. Að­spurð hvort and­rúms­loftið í Sjálf­stæðis­flokknum væri spennu­þrungið vegna hugsan­legs mót­fram­boðs Guð­laugs Þórs sagði Þór­dís:

„Það er auð­vitað mikill spenningur fyrir lands­fundi enda hefur hann ekki verið haldinn í langan tíma og við hlökkum mikið til. En ég vissu­lega heyri í fólki, eins og allir aðrir, og auð­vitað er um þetta rætt. En þangað til eitt­hvað liggur þá verður fólk að spá í spilin held ég,“ sagði Þór­dís Kol­brún sem sækist eftir endur­kjöri sem vara­for­maður flokksins um aðra helgi.