Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir hefur sett á lag­girnar nor­ræn sam­tök um staf­ræn réttindi en hún segir mikil­vægt að opna augun fyrir af­leiðingum staf­ræns of­beldis, enda loki það konur inni í of­beldis­sam­böndum.

En Netið er alls staðar og lög­gjöf er varðar það mis­jöfn á milli landa. „Ég skil vel að fólki fallist hendur í bar­áttunni,“ segir Þór­dís í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins og nefnir vef­síðu sem mikið hefur verið notuð hér á landi til að birta nektar­myndir af ungum konum í þeirra ó­þökk.

„Inni á um­ræddri síðu eru 99 prósent þol­enda konur og 76 prósent þeirra undir 18 ára aldri. Síðan er vistuð í Panama og ís­lensk lög­regla segist ekkert geta gert enda ekki með lög­sögu þar, en auð­vitað er alveg hægt að gera eitt­hvað. Tækni­legu lausnirnar eru til, það vantar bara viljann. Við búum í heimi þar sem hakkarar komast inn í öryggis­kerfi Pentagon,“ segir hún með á­herslu.

„Ef ís­lenskur karl mis­notar barn í Taí­landi getum við sótt hann til saka hér­lendis og það sama ætti að gilda um að birta nektar­mynd í leyfis­leysi.“