Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­kona Við­reisnar, segir að stór­pólitísk tíðindi felist í þeim orðum Lilju Al­freðs­dóttur við­skipta­ráð­herra að hún hafi komið því skýrt á fram­færi að hún væri and­snúin að­ferða­fræðinni sem átti að beita í að­draganda út­boðs um sölu á bréfum Ís­lands­banka.

Lilja lýsir því í við­tali við Morgun­blaðið í dagað hún hafi ekki verið hlynnt þeirri að­ferða­fræði sem varð ofan á við söluna á bréfunum. Hún hafi viljað al­mennt út­boð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjár­festa.

„Þessum sjónar­miðum mínum kom ég skýrt á fram­færi í að­draganda út­boðsins,“ segir Lilja.

Þor­björg Sig­ríður bendir á að sem við­skipta­ráð­herra fari Lilja með sam­keppnis­mál og hags­muni neyt­enda.

„Hún situr að auki í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og hefur sem við­skipta­ráð­herra marg­sinnis tjáð sig um mál­efni bankanna, t.d. ný­lega um að leggja ætti á banka­skatt vegna ofur­hagnaðar bankanna,“ segir Þor­björg í pistli á Face­book-síðu sinni.

Hún segir að orð Lilju um and­stöðu við lokað út­boð kalli á að fundar­gerðir ríkis­stjórnar og ráð­herra­nefndar, sem og bókanir, verði lagðar fram til að varpa ljósi á að­draganda sölunnar.

„Ef rétt er, og ef ráð­herrann er ekki ein­angruð um þessa af­stöðu innan Fram­sóknar­flokksins, var ekki sam­staða innan ríkis­stjórnarinnar sjálfrar um þá leið sem fjár­mála­ráð­herra valdi. Hags­munir al­mennings kalla á að upp­lýst verði hvernig sú á­kvörðun var tekin innan ríkis­stjórnarinnar að selja að­eins völdum hópi fjár­festa,“ segir Þor­björg að lokum.