Þorbjörg Þorvaldsdóttir hyggst sækjast eftireftir endurkjöri í embætti formanns Samtakanna ‘78 á aðalfundi félagsins sem fer fram 7. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorbjörgu.

Hún hefur gegnt stöðu formanns félagsins síðan í mars 2019.

„Undir minni stjórn hefur félagið lagt höfuðáherslu á að koma styrkum fótum undir grunnstarfsemi sína - fræðslu, ráðgjöf, félagsstarf og réttindabaráttu. Þá hefur verið haldið áfram með aukna fagvæðingu á hinum ýmsu sviðum. Ég hef gert mitt besta til þess að vera verðugur fulltrúi hins fjölbreytta hóps hinsegin fólks á Íslandi og mun áfram tala fyrir samstöðu okkar allra, mannvirðingu og gleði," segir Þorbjörg.

Aðalfundur Samtakanna ‘78 mun fara fram 7. mars. Nánari upplýsingar um tilhögun fundarins og dagskrá verður að finna á samtokin78.is þegar nær dregur.