Þing­valla­nefnd hefur hafnað ósk hjónanna Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dóttur, fyrr­verandi borgar­full­trúa og Hall­björns Karls­sonar verk­fræðings um að fá að stækka sumar­hús sitt í þjóð­garðinum.

Hjónin höfðu beðið um leyfi yil að byggja 30 fer­metra við hús sitt á við Val­hallar­stíg þannig að hann myndi stækka úr tæpum 72 fer­metrum og verða rétt innan við 102 fer­metrar.

Hús Þor­bjargar og Hall­björns á bakka Þing­valla­vatns er komið nokkuð til ára sinna, byggt 1942.

Við af­greiðslu málsins í Þing­valla­nefnd var for­saga málsins rakin að því er segir í fundar­gerð og þjóð­garðs­verði og lög­manni nefndarinnar falið að hafa sam­band við byggingar­full­trúann í upp­sveitum Ár­nes­sýslu vegna málsins.

Í fundar­gerðinni kemur einnig fram að Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisnar og full­trúi í Þing­valla­nefnd, hafi vikið af fundinum við af­greiðslu málsins vegna tengsla sinna við hjónin, eig­endur hússins. Byggingar­full­trúinn hefur síðan hafnað út­gáfu byggingar­leyfis með vísan í af­greiðslu Þing­valla­nefndar.