Þorbjörg Þorvaldsdóttir mun leiða Garðabæjarlistann í Garðabæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Garðabæj­arlist­inn var stofnaður í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2018 með aðkomu fé­lags­manna úr Sam­fylk­ing­unni, Vinstri græn, Viðreisn, Bjartri framtíð, Pír­öt­um og óháðum. Sara Dögg Svanhildardóttir, núverandi oddviti listans, sækist eftir því að leiða Viðreisn en sá flokkur klauf sig úr Garðabæjarlistanum í desember síðastliðnum.

Listi Garðabæjarlistans verður kynntur í heild sinni 13. mars næstkomandi.

Vill auka fjölbreytni

Þorbjörg segir í samtali við Fréttablaðið að Garðabæjarlistinn muni koma sér saman um helstu stefnumálin þegar nær dregur kosningum.

„Ég sé fyrir mér er að við munum auka fjölbreytni, bæði í húsnæðisuppbyggingu og í ferðamátum, þannig að hægt verið að komast um bæinn öðruvísi en á bíl,“ segir hún.

„Við munum líka leggja áherslu á að Garðabær sýni samfélagslega ábyrgð og tryggi þeim sem þurfa félagslegt húsnæði.“