Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrum handboltaþjálfari er sagður vera flugdólgurinn í flugi Wizz air frá Búdapest til Reykjavíkur í gær samkvæmt frétt á vef Hringbrautar.

Segir í fréttinni að Þorbergur hafi verið í annarlegu ástandi þar sem hann sat fremst í vélinni. Hann hafi kvartað undan því að maturinn um borð væri ekki ókeypis en pantað sér að lokum súpu. Þorbergi hafi ekki tekist að greiða fyrir súpuna með korti sínu þar sem hann mundi ekki pin-númerið og varð Þorbergur ósáttur við þau málalok að geta ekki fengið súpuna. Hann á í kjölfarið að hafa sparkað í tvígang af afli í flugstjórnarklefann og var eftir það fylgt í sæti sitt þar sem hann var nokurn veginn til friðs það sem eftir lifði flugsins.

Málið vakti mikla athygli í norskum fjölmiðlum í dag en aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stafangri sagði við RÚV fyrr í dag að farþeginn hefði borið við minnisleysi vegna atburðarins vegna þess að hann hefði tekið inn einhver lyf.

Ekki náðist í Þorberg Aðalsteinsson við vinnlsu fréttarinnar.