Þóra Hallgrímsson, athafna- og viðskiptakona, er látin níræð að aldri. Eiginmaður Þóru, Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, birti tilkynningu um andlát hennar í Fréttablaðinu í dag.

Þóra og Björgólfur voru áberandi í íslensku menningar- og viðskiptalífi á árunum 2002 til 2008. Þóra er þá fyrirmynd að persónu í skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar í skáldsögunni Sakleysingjarnir.

Þóra fæddist í Reykjavík árið 1930 en hún er dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, fyrrum forstjóra Skeljungs og aðalræðismanns Kanada, og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors, dóttur Thors Jensen athafnamanns og systur Ólafs Thors fyrrum forsætisráðherra.

Fyrr á þessu ári varð Þóra níræð en í tilefni þess tók vefmiðillinn Lifðu núna viðtal við hana sem má lesa hér.