Á­höfn Þórs, varð­skips Land­helgis­gæslunnar, er nú í Ár­nes­hreppi á Ströndum. Um klukkan tíu í morgun hófst hún handa við að koma meira en 50 grind­hvala­hræjum sem lágu í fjöru­borðinu um borð í varð­skipið.

Gæslan hófst handa í morgun við að sækja hræin.
Mynd/Landhelgisgæslan

„Á­höfnin hófst þegar handa við að draga hræin úr fjörunni í Mela­vík og það hefur gengið vonum framar. Hræin hafa verið dregin með létt­bátum varð­skipsins og þau síðan hífð um borð í varð­skipið og eru nú þar ansi mörg saman komin. Síðan er gert ráð fyrir að sigla með þau út fyrir sjávar­falls­strauma og þeim síðan sleppt í sjóinn djúpt norður af Langa­nesi. Það er tölu­verð sigling fyrir höndum.

Hræin voru flutt með létt­bátum og hífð í varð­skipið.
Mynd/Landhelgisgæslan

„Þeir eru enn þá á fullu að vinna í verk­efninu,“ segir Ás­geir Er­lends­son upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann ræddi við á­hafnar­með­lim Þórs um klukkan fimm sem sagði að verkið gengi vel og verið væri að sækja síðustu hræin úr fjörunni við Ár­nes og Litlu-Ár­vík.

„Á­höfnin gerir ráð fyrir að klára verkið nú um kvöld­matar­leitið,“ segir Ás­geir.

Í á­höfn Þórs eru 18 manns og unnið hefur verið hörðum höndum í allan dag.
Mynd/Landhelgisgæslan
Siglt verður með hræin út fyrir Langa­nes.
Mynd/Landhelgisgæslan