Þór Steinars­son sem ráðinn var sveitar­stjóri Vopnar­fjarðar­hrepps hefur komist að sam­komu­lagi um starfs­lok. Frá þessu greindi hann í kvöld á sam­fé­lags­miðlum.

Þór Steinars­son hefur sagt upp störfum sem sveitar­stjóri Vopnar­fjarðar­hrepps. Þá hefur hann náð sam­komu­lagi um starfs­lok. Hann segir á­stæðuna fyrir upp­sögninni vera ó­líka sýn á hlut­verk og störf sveitar­stjóra.

Þór var ráðinn sveitar­stjóri þann 27. júlí árið 2018 en tók til starfa þann 1. ágúst það sama ár. Þór sem er með meistara­gráðu í stjórn­sýslu frá Há­skóla Ís­lands hafði starfað hjá Reykja­víkur­borg frá árinu 2012. Gegndi hann starfi aðstoðarmanns svið­stjóra um­hverfis-og skipu­lags­sviðs Reykja­víkur­borgar í um fimm ár áður hann settist í stól sveitar­stjóra fyrir austan.

Þór telur að miðað við nú­verandi að­stæður sé heppi­legast að leiðir skilji. Hann segir að í hreppnum starfi öflugt og hæft fólk.

„Það hefur verið sannur heiður að starfa þeim við hlið“ segir Þór og kveðst þakk­látur fyrir tíma sinn og sam­veru með Vopn­firðingum. „Þessi tími hefur verið mér dýr­mætur og lær­dóms­ríkur,“ segir Þór og bætir við að lokum: „Vopn­firðingar standa frammi fyrir ýmsum á­skorunum en þeirra bíða líka fjöl­mörg á­huga­verð og spennandi tæki­færi. Ég óska þeim vel­gengni í þeim verk­efnum.“