Dóm­stóll í Hong Kong hef­ur dæmt fjöl­miðl­a- og auð­jöf­ur­inn Jimm­y Lai í eins árs fang­els­i vegn­a mót­mæl­a í ág­úst árið 2019. Á­kær­urn­ar á hend­ur Lai vörð­uð­u um­deild lög sem tóku gild­i í í fyrr­a og fela í sér bann við and­óf­i í garð kín­verskr­a stjórn­vald­a.

Fjöld­i hand­tek­inn fyr­ir að taka þátt í mót­mæl­um

Lai hef­ur ver­ið virk­ur í and­stöð­u gegn kín­versk­um stjórn­völd­um en hann er eig­and­i fjöl­mið­ils­ins App­le Da­il­y News, sem hef­ur í­trek­að birt efni sem gagn­rýn­ir ítök stjórn­vald­a Pek­ing í Hong Kong. Á­samt Lai var fjöld­i ann­arr­a á­ber­and­i að­gerð­ar­sinn­a dæmd­ur til fang­els­is­vist­ar fyr­ir þátt­tök­u í mót­mæl­un­um.

„Ein af á­stæð­un­um fyr­ir því að þess­ir dóm­ar eru að fall­a núna er að þol­in­mæð­i kín­verskr­a stjórn­vald­a er á þrot­um,“ seg­ir Helg­i Stein­ar Gunn­laugs­son al­þjóð­a­stjórn­mál­a­fræð­ing­ur. „Það hef­ur ver­ið von hjá lýð­ræð­is­sinn­um í Hong Kong um að það yrði ein­hvers kon­ar mál­a­miðl­un en með þess­um að­gerð­um eru kín­versk stjórn­völd að sýna fram á það verð­i ekki.“

Helg­i Stein­ar Gunn­laugs­son al­þjóð­a­stjórn­mál­a­fræð­ing­ur.
Mynd/Aðsend

Helg­i seg­ir að með því að fara á eft­ir hátt­sett­um ein­stak­ling­um í hreyf­ing­unn­i séu kín­versk stjórn­völd að gefa skil­a­boð um að þau nái til allr­a og að eng­inn sé ó­snert­an­leg­ur.

Jimm­y Lai viss­i lík­leg­a sjálf­ur að þett­a mynd­i enda svon­a

„Jimm­y Lai viss­i lík­leg­a sjálf­ur að þett­a mynd­i enda svon­a,“ seg­ir Helg­i, en bend­ir á að með að­gerð­un­um sé Kína að gera písl­ar­vott­a úr að­gerð­a­sinn­un­um. „Þeir hugs­a að með því að dæma Lai og aðra í fang­els­i þá sé mál­ið búið, því þann­ig sé mál­um hátt­að á meg­in­land­in­u. En spurn­ing­in er hvers­u leng­i verð­ur hægt að hald­a hon­um sem písl­ar­vott­i og hve mik­il á­hrif­in verð­a.“

Að mati Helg­a virð­ist bar­átt­a lýð­ræð­is­sinn­a í Hong Kong vera hægt og ró­leg­a að fjar­a út í sand­inn. „Ef það er eitt sem kín­versk­a rík­is­stjórn­in ger­ir mjög vel, þá er það að drep­a nið­ur bar­átt­u­and­a í and­spyrn­u­hreyf­ing­um,“ seg­ir hann. „Þótt það sé erf­itt ein­mitt núna þá eru þeir lunkn­ir í að spil­a lang­tím­a­leik­inn.“