Um fimmleytið í nótt fékk lögregla tilkynningu um líkamsárás í Kópavogi, nánar tiltekið í Hvarfa- eða Kórahverfinu.

Fórnarlamb árásarinnar var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild, en ekki er vitað meira um áverka hans. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur að árásaraðilinn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar.

Í dagbók lögreglunnar var minnst á önnur verkefni lögreglu, sem vörðuðu flest umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, eða ölvun.