Vígslubiskupinn í Skálholti sendi í gær kveðju til prestsins í kirkjunni sem brann til grunna í Rautjärvi í Finnlandi á jóladag.

„Leyfðu mér að tjá samúð mína vegna þessa taps á svo fallegu og sögulega mikilvægi guðshúsi í eldi á jóladag,“ skrifar séra Kristján Björnsson vígslubiskup.

„Þökk sé guði að kirkjugestir og presturinn komust út heilu og höldnu og var bjargað,“ bætir biskup við og kveðst hugsa til sóknarbarnanna í Rautjärvi.

Lögregluna í Finnlandi grunar að eldri maður, sem fannst látinn við íbúðarhús sem einnig brann á jóladag 30 kílómetra frá kirkjunni í Rautjärvi, hafi viljandi kveikt í henni.