Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, hefur forðast að svara spurningum um hvort hann muni segja af sér í kjöl­far sektar sem hann fékk fyrir brot á sótt­varnar­reglum. Kallað hefur verið eftir af­sögn hans.

Þrír þing­menn Í­halds­flokksins hafa lýst yfir á­hyggjum sínum við því að John­son sitji á­fram sem for­sætis­ráð­herra. John­son segir ekkert ætla að svara spurningum um hvort hann hafi tapað um­boði kjós­enda sinna fyrr en í næstu viku. Hann sagðist hafa sagt nóg til þessa, en fjöl­miðlar í Bret­landi klóra sér í hausinn yfir því hvað hann hefur sagt nú þegar. Lítið hefur verið um yfir­lýsingar.

„Ég mun segja meira þegar ég gef þinginu nýjar upp­lýsingar, sem verður senni­lega í næstu viku. Þið verðið að bíða þangað til, eftir því að fá frekari upp­lýsingar“ sagði John­son í sam­tali við Breska miðilinn The Guar­dian.

Boris John­son og eigin­kona hans, Carri­e, fengu á dögunum sekt upp á 50 sterlings­pund hvort, það jafn­gildir um 8.500 ís­lenskar krónur, fyrir að vera við­stödd af­mælis­fögnuð John­son á meðan sam­komu­tak­markanir voru í gildi.

Banda­menn John­son hafa gert lítið úr al­var­leika málsins og segja að hann hafi einungis verið við­staddur fögnuðinn í um níu mínútur og að fögnuðurinn hafi ekki verið skipu­lagður.

John­son má búast við að fá mikið magn af spurningum þegar hann fer með yfir­lýsingu fyrir framan þingið í næstu viku. Hann er sakaður um að hafa af­vega­leitt þingið með því að láta þau um­mæli falla að öllum leið­beiningum hafi verið fylgt að fullu á heimili for­sætis­ráð­herrans, sem síðar reyndist vera ó­satt.

Það bætist sí­fellt í hóp þeirra sam­flokks­manna John­son sem gagn­rýnt hafa gjörðir hans. David Wolf­son sagði af sér em­bætti í gær, hann sagðist ekki geta starfað undir stjórn John­son ef hann kæmist upp með það sem hann gerði, án þess að eiga við af­leiðingar þess.