Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir, þing­kona Við­reisnar, spyr sig hvað Lilja Al­freðs­dóttir, við­skipta­ráð­herra, meini með því að segja „Það muni koma meira í ljós í þessu máli á komandi dögum.“ Þetta kemur fram í færslu á Face­book síðu hennar.

„Það ríkir þögn á stjórnar­heimilinu eftir að Lilja Al­freðs­dóttir við­skipta­ráð­herra setti fram pólitíska stríðs­yfir­lýsingu gagn­vart fjár­mála­ráð­herra með orðum um að fjár­mála­ráð­herra eigi að axla pólitíska á­byrgð á því hvernig sala á fjórðungs­eignar­hluta ríkisins í Ís­lands­banka fór fram“ segir Þor­björg.

Þor­björg segir orð Lilju gefa til kynna að skoðana­munur hafi verið á milli hennar og Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála­ráð­herra. Hún segir þessi orð Lilju vera til marks um að hún telji frekari upp­lýsingar um málið verði öðrum ráð­herrum erfiðar.

„Varaði við­skipta­ráð­herra þau við því að illa kynni að fara? Hverjar voru á­hyggjur hennar og varnaðar­orð?“ spyr Þor­björg. Enginn ráð­herra bókaði af­stöðu sína á ríkis­stjórnar­fundum um sölu á Ís­lands­banka en Þor­björg segir það vekja at­hygli að hvorki Katrín, né Bjarni hafa tjáð sig um­um­ræður sem fóru fram á þessum fundum.

Þor­björg bendir á að Lilja beri á­byrgð sam­kvæmt siða­reglum ráðherra. En í grein 6.3 segir:

„Ráð­herra leynir ekki upp­lýsingum sem varða al­manna­hag nema lög bjóði eða al­manna­hags­munir krefjist þess að öðru leyti. Ráð­herra ber að hafa frum­kvæði að birtingu slíkra upp­lýsinga sé hún í al­manna­þágu.“

„Lilja upp­lýsti Al­þingi ekki um á­hyggjur sínar um að­ferða­fræði við sölu á Ís­lands­banka. Al­menningur heyrði ekki af þessum á­hyggjum og varnaðar­orðum við­skipta­ráð­herra fyrr en eftir söluna og eftir að þung um­ræða hófst. Þá steig við­skipta­ráð­herra fram og talaði um mikil­vægi þess að „hafa vaðið fyrir neðan sig““, segir Þor­björg.

Þor­björg segir þögn ráð­herra yfir páska­há­tíðina muni ekki kæfa kröfur um svör.