Til­kynnt var um þjófnað í verslun í mið­bænum í gær­kvöld, starfs­menn verslunarinnar fóru á eftir þjófnum til að endur­heimta þýfið en sló þá annan starfs­manninn í and­litið. Starfsmennirnir náðu þýfinu af honum en komst hann og er málið í rann­sókn.

Bif­reið var stöðvuð í Breið­holti þar sem tveir 17 ára far­þegar stóðu upp í topp­lúgu bif­reiðarinnar. For­ráða­menn voru upp­lýstir um málið og til­kynning send til Barna­verndar.

þá voru tveir ungir menn voru hand­teknir í Kópa­vogi um klukkan þrjú í nótt grunaðir um nytja­stuld bif­reiðar þar sem þeir reyndu einnig að stela bif­hjóli, eig­andi hjólsins náði að stöðva þá og voru mennirnir handteknir og vistaðir fyrir rann­sókn málsins í fanga­klefa.

Fjórir ein­staklingar voru stöðvaðir vegna aksturs undir á­hrifum á­fengis eða vímu­efna og fimm bif­reiðar stöðvaðar eftir hraða­mælingu á Kringlu­mýrar­braut. Mældur hraði bílana var á bilinu 105 – 123 km/klst. en leyfður há­marks­hraði er 80 km/klst.