„Við fengum óvæntan „gest“ fyrir um 25 mínútum í Logalandi,“ segir James Davíðsson í Faacebook hópnum „108 RVK - Hverfagrúbba,“ hverfahóp fyrir Fossvoginn. James segir að sem betur fer hafi einungis poki af flöskum úti, svo þjófurinn komst ekki í burtu með fleiri hluti.
Þjófurinn virðist þó hafa verið með gaskút með sér og segir James það sennilega vera frá einhverjum íbúa í hverfinu.
„Fylgist með! Ég ímynda mér að hann haldi áfram að leita að hlutum sem fólk hefur skilið eftir úti,“ segir James.
James birtir myndband af þjófnum úr myndbandsdyrabjöllu.

Mynd/Skjáskot