„Við fengum ó­væntan „gest“ fyrir um 25 mínútum í Loga­landi,“ segir James Davíðs­son í Faacebook hópnum „108 RVK - Hverfagrúbba,“ hverfa­hóp fyrir Foss­voginn. James segir að sem betur fer hafi einungis poki af flöskum úti, svo þjófurinn komst ekki í burtu með fleiri hluti.

Þjófurinn virðist þó hafa verið með gas­kút með sér og segir James það senni­lega vera frá ein­hverjum íbúa í hverfinu.

„Fylgist með! Ég í­mynda mér að hann haldi á­fram að leita að hlutum sem fólk hefur skilið eftir úti,“ segir James.

James birtir myndband af þjófnum úr mynd­bands­dyra­bjöllu.

Mynd/Skjáskot