Brotist var inn í Gerðarsaft í Kópavogi í nótt en óprúttin aðili hugðist hafa með sér þýfi úr safninu. Þjófurinn náðist þó nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfinu var komið aftur til skila. Maðurinn var í kjölfarið vistaður í fangaklefa.

Alls gistu sjö manns í fangaklefa í nótt og var nóttin erilsöm hjá lögreglunni líkt og fyrri daginn. Mikið var um útköll og að sögn lögreglu virtist góða skapið vera víðs fjarri hjá þeim sem komust í kast við lögin.

Ekið undir áhrifum

Sex ökumenn voru stöðvaðir í nótt og reyndust vera undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra keyrði um á stolnum bíl og var sviptur ökuréttindum fyrir. Annar ók á móti einstefnu. Þá kom í ljós í einu tilfelli að ökumaðurinn var með fíkniefni á sér.

Tilkynnt var um stúlku í annarlega ástandi í Grafarholti og var henni komið undir læknishendur. Móðir stúlkunnar var upplýst um málið og var að auki send tilkynning á barnavernd.