Þýsk stjórn­völd til­kynntu í dag að á­ætlun lægi fyrir um lög­leiðingu kanna­bis í landinu. Heil­brigðis­ráð­herra Þýska­lands Karl Lauter­bach af­henti ríkis­stjórninni minnis­blað sem byggt er á kosninga­lof­orði ríkis­stjórnar jafnaðar­manna, græningja og frjáls­lyndra demó­krata sem myndi leyfa full­orðnum ein­stak­lingum að versla allt að 20 til 30 grömm til einka­neyslu.

Ríkis­stjórnin í­hugar einnig að skatt­leggja kanna­bis­notkun og sam­kvæmt könnun sem birt var á seinasta ári er talið að þýska ríkið myndi þéna 4.7 milljarð evra á skatt­lagningu kanna­bis og gæti lög­legur iðnaður skapað í kringum 27.000 ný störf.

Ekki hefur verið á­kveðið hve­nær kanna­bis yrði lög­leitt en verði til­lagan sam­þykkt þá mun Þýska­land verða annað landið í Evrópu til að lög­leiða kanna­bis, á eftir Möltu. Kanna­bis hefur verið lög­legt í öðrum löndum Evrópu en bæði varsla og neysla þarf að fara fram í þar­til­gerðum kaffi­húsum.

Rúm­lega fjórar milljónir Þjóð­verja neyddu kanna­bis á seinasta ári og sam­kvæmt heil­brigðis­ráð­herra myndi lög­leiðing hjálpa við að draga úr á­hrifum undir­heima. Ekki hafa þó öll ríki Þýska­lands tekið vel í til­löguna. Heil­brigðis­ráð­herra Bæjar­lands hefur til dæmis varað gegn því að gera Þýska­land að á­fanga­stað fyrir vímu­efna­túr­ista í Evrópu.