Ferðamálayfirvöld á Mallorca á Spáni eru búin að semja við þýska ferðaskrifstofu um að leyfa þýskum ferðamönnum að heimsækja eyjuna í sumar.

Samkvæmt yfirvöldum á eyjunni fær ferðaskrifstofan TUI heimild til að ferja farþega frá svæðum sem eru ekki í hættuhóp vegna COVID-19 í sumar.

Þjóðverjar hafa verið dulegir að heimsækja eyjuna. Er talið að rúmlega fjórar milljónir geri sér ferð árlega til að komast í sól og sumaryl á Mallorca.

Þá er TUI í viðræðum við stjórnvöld í Grikklandi, Kýpur, Króatíu og Búlgaríu um að fá leyfi til að hefja áætlunarferðir á ný á vinsæla ferðamannastaði.