Minnst tvö hundruð manns hafa látist í kjöl­far ham­fara­flóða í vestur­hluta Evrópu og tuga er enn saknað. Þjóð­verjar sækja um fjár­hags­að­stoð frá Evrópu­sam­bandsins til upp­byggingar á flóða­svæðum. RÚV sagði frá þessu í út­varps­fréttum.

Angela Merkel segir þetta vera verstu ham­farir sem hafa hent svæðið í sjö hundruð ár. Hún stefnir á að bjóða neyðar­að­stoð til þeirra sem hafa komið verst út úr flóðunum og byggja upp líf­æðar sam­fé­lagsins. Þar má nefna vatns­lagnir, raf­magns- og síma­línur, síma­möstur, vegir, brýr og járn­brautir.

Veru­legur kostnaður mun fylgja því að koma inn­viðum aftur í lag en vatns­flaumurinn á að hafa skolað burt heilu húsunum og brúnum. Stjórn­völd í Ber­lín hyggjast óska eftir fjárað­stoð frá sam­eigin­legum sjóði Evrópu­sam­bandsins til upp­byggingarinnar.