Þjóð­vegurinn er lokaður vegna al­var­legs um­ferðar­slyss sem varð skammt frá bænum Við­borðs­seli í Horna­firði.

Öku­maður keyrði á gangandi veg­faranda og fékk lög­reglan til­kynningu um slysið um klukkan 17:30 í dag.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem lög­reglan á Suður­landi birti á Face­book rétt í þessu.

Lög­regla og sjúkra­flutninga­menn eru nú að vinna á vett­vangi á­samt rann­sóknar­nefnd sam­göngu­slysa og tækni­deildar­mönnum lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Vegurinn er því lokaður allri um­ferð en bílum verður hleypt fram hjá vett­vangi með um­ferðar­stjórnun fljót­lega.

Rann­sókn mun taka tölu­verðan tíma að sögn lög­reglu og má því búast við um­ferðar­töfum á vett­vangi fram eftir kvöldi.