Þjóð­kirkj­an er form­leg­ur hand­haf­i fram­kvæmd­a­valds og heyr­ir því und­ir upp­lýs­ing­a­lög eins og aðr­ir op­in­ber­ir að­il­ar, seg­ir úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­ing­a­mál.

Þjóð­kirkj­an seld­i Laug­a­veg 31, svo­kall­að Kirkj­u­hús, í fyrr­a­haust. Kirkj­an neit­að­i að gefa upp söl­u­verð­ið og bar við trún­að­i við kaup­and­ann sem var Vald­im­ar Kr. Hann­es­son og fjöl­skyld­a. Tals­mað­ur kaup­end­ann­a, Rún­ar Ómars­son, sagð­i hins veg­ar við Frétt­a­blað­ið stutt­u eft­ir söl­un­a að gefa mætt­i kaup­verð­ið upp ef þjóð­kirkj­an sam­þykkt­i. Í­trek­uð­um er­ind­um Frétt­a­blaðs­ins til kirkj­unn­ar varð­and­i þett­a hef­ur hins veg­ar enn ekki ver­ið svar­að.

Nú hef­ur úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­ing­a­mál úr­skurð­að í kær­u­mál­i sem ó­nefnd­ur frétt­a­mað­ur beind­i til nefnd­ar­inn­ar vegn­a þess að hon­um var synj­að um upp­lýs­ing­ar um söl­u­verð­ið.

Þjóð­kirkj­an kvaðst við með­ferð máls­ins hjá kær­u­nefnd­inn­i ekki heyr­a und­ir upp­lýs­ing­a­lög. Sagð­i kirkj­an að þrátt fyr­ir á­kvæð­i stjórn­ar­skrár­inn­ar um að rík­is­vald­in­u beri að styðj­a og styrkj­a þjóð­kirkj­un­a séu rík­ið og þjóð­kirkj­an ekki eitt. Þjóð­kirkj­an sé skil­greind í lög­um sem trú­fé­lag, en ekki sem stofn­un.

Stað­a Þjóð­kirkj­unn­ar eins og ann­arr­a trú­fé­lag­a

„Þjóð­kirkj­an skul­i sam­kvæmt á­kvæð­i stjórn­ar­skrár­inn­ar njót­a stuðn­ings rík­is­valds­ins en það breyt­i því ekki að hún fari hvork­i með rík­is­vald né sé í eigu rík­is­ins,“ seg­ir um rök þjóð­kirkj­unn­ar í um­fjöll­un úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar. „Stað­a þjóð­kirkj­unn­ar gagn­vart upp­lýs­ing­a­lög­um sé því ekki önn­ur en ann­arr­a trú­fé­lag­a og lífs­skoð­un­ar­fé­lag­a sem einn­ig njót­i lög­bund­inn­a sókn­ar­gjald­a frá fé­lags­mönn­um sín­um.“

Enn frem­ur sögð­u Þjóð­kirkj­u­menn að að með samn­ing­i mill­i rík­is­ins og þjóð­kirkj­unn­ar um kirkj­u­jarð­ir og laun­a­greiðsl­ur prest­a hefð­i ver­ið stað­fest­ur sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur rík­is og þjóð­kirkj­u á sjálf­stæðr­i stöð­u þjóð­kirkj­unn­ar sem trú­fé­lags.

Agnes Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up Þjóð­kirkj­unn­ar.
Fréttablaðið/Vilhelm

„Úr­skurð­ar­nefnd­in fær ekki séð að þess­ar breyt­ing­ar leið­i til þess að form­leg stað­a þjóð­kirkj­unn­ar sem hand­haf­a fram­kvæmd­a­valds hafi breyst og þar með stað­a henn­ar með til­lit­i til gild­is­sviðs upp­lýs­ing­a­lag­a,“ seg­ir með­al ann­ars í nið­ur­stöð­u úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar sem legg­ur fyr­ir þjóð­kirkj­un­a að taka er­ind­i hins ó­nefnd­a frétt­a­manns fyr­ir að nýju og af­greið­a í sam­ræm­i við upp­lýs­ing­a­lög.

Selt fyr­ir 451 millj­ón

Laug­a­veg­ur 31 hafð­i í tví­gang ver­ið sett­ur á sölu áður en kirkj­u­ráð sam­þykkt­i í sept­em­ber síð­ast­liðn­um að selj­a eign­in­a. Söl­u­verð­ið var 451 millj­ón krón­a að því er kem­ur fram í af­sal­i sem þing­lýst var 17. desember. Á­sett verð fyr­ir fram var hins veg­ar 570 millj­ón­ir.

Fyr­ir rúm­um fjór­um árum hafn­að­i kirkj­u­ráð öll­um kaup­til­boð­um sem bár­ust í hús­ið „á þeirr­i for­send­u að þau upp­fyll­i ekki þær vænt­ing­ar sem lagt var upp með varð­and­i söl­un­a“, að því er sagð­i í til­lög­u frá for­set­a kirkj­u­ráðs, Agnes­i Sig­urð­ar­dótt­ur bisk­up­i. Ekki voru all­ir kirkj­u­ráðs­menn sátt­ir við þá nið­ur­stöð­u. „Ég harm­a þá af­stöð­u meir­i­hlut­a kirkj­u­ráðs að greið­a at­kvæð­i með til­lög­u for­set­a kirkj­u­ráðs og hafn­a þar með fyr­ir­liggj­and­i og mjög á­sætt­an­leg­u kaup­til­boð­i,“ bók­að­i Stef­án Magn­ús­son, ann­ar af tveim­ur full­trú­um leik­mann­a í ráð­in­u.