Hall­dóra R. Guð­munds­dóttir, for­stöðu­kona Konu­kots, segir við­brögðin við á­kallinu um hlýjan fatnað fyrir skjól­stæðinga hússins hafi farið fram úr öllum vonum og þær geti ó­mögu­lega tekið við fleiri flíkum.

„Við syndum hérna í pokum, ég hef aldrei vitað annað eins. Við erum svo ó­endan­lega þakk­lát fyrir vel­vildina og allir með tárin í augunum yfir við­brögðunum,“ segir Hall­dóra í sam­tali við Frétta­blaðið.

Klukku­stund eftir að hún setti færslu á Face­book fóru pokar að berast í Konu­kot og segir að þeim hafi meira að segja borist heim­keyrsla frá Húsa­vík.

„Skrif­stofan mín er orðin yfir­full og ég þurfti að kalla út fólk til að hjálpa við að flokka. Við erum komin með það mikið af hlýjum og góðum flíkum að okkur vantar lík­legast ekkert næstu þrjú árin,“ segir Hall­dóra glöð í bragði.

„Konunum finnst þetta alveg æðis­legt, þetta er líka svo flott. Þykkar og góðar dún­úlpur, föður­land og aðrar nauðsynjar.“

Hall­dóra vill endi­lega deila gleðinni og biður önnur sambærileg sam­tök að hafa sam­band við Konu­kot ef þeim vanti hlýjan fatnað.

Skrifstofan í Konukoti.