Jóhanna Sigurðar­dóttir, fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Ís­lands, segir að þjóðin hafi verið svikin í sjö ár af stjórn­völdum, um nýja stjórnar­skrá sem sam­þykkt var í þjóðar­at­kvæða­greiðslu þann 20. októ­ber árið 2012. Þetta kemur fram í að­sendri grein sem Jóhanna birtir á vef Frétta­blaðsins í dag.

Í greininni segir Jóhanna að það sem hafi verið sér­stak­lega eftirektar­vert var að stjórn­laga­ráð fólks úr ó­líkum stéttum víðs­vegar að úr þjóð­fé­laginu hafi verið al­gjör­lega ein­huga um þær til­lögur sem lagðar voru fyrir Al­þingi.

„Auk þess tók það að­eins fjóra mánuði fyrir ráðið að full­gera til­lögur að nýrri stjórna­skrá, sem er af­rek. Fróð­legt er að bera það ferli saman við í­trekaðir til­raunir Al­þingis , sem stóð í ríf­lega 70 ár, til að koma saman heil­steyptri nýrri stjórna­skrá, án árangurs.“

Hefði getað breytt ýmsu í þjóð­fé­laginu

Bendir Jóhanna á að til­lögurnar hafi vakið at­hygli víðs­vegar um heim fyrir lýð­ræðis­legt ferli og þær hafi í raun endur­speglað nýtt Ís­land. „Leiða má að því líkum að þær hefðu breytt ýmsu í þjóð­fé­laginu m.a. í þeim spillingar­málum, sem upp hafa komið síðustu árin, hefðu þær komist til fram­kvæmda.“

Segir hún að hefði stjórnar­skráin verið lög­fest hefði það þýtt skarpari skil á milli lög­gjafar-, fram­kvæmda-og dóms­valds auk vald­dreifingar, aukins gegn­sæis og meiri á­byrgð vald­hafa.

„Með lög­festingu þeirra væri Ís­land komið í fremstu röð þjóða heims m.a.með beinni þátt­töku al­mennings í mikil­vægum málum. Til­lögurnar fólu einnig í sér mark­viss á­kvæði um skil­yrðis­lausa eign Ís­lendinga á auð­lindunum, sem skipt getur sköpum bæði varðandi fiski­miðin og aðra sam­eigin­legar náttúru­auð­lindir þjóðarinnar.“

Segir Sjálf­stæðis­flokk og Fram­sókn hafa beitt öllum brögðum

Jóhanna fer jafn­framt hörðum orðum um sína gömlu and­stæðinga í Sjálf­stæðis­flokknum og Fram­sóknar­flokknum. Segir að það hafi ekki verið skortur á vilja ríkis­stjórnarinnar að koma málinu í gegn, „heldur vegna heift­úðugrar og ó­bil­gjarnar stjórnar­and­stöðu, sér­stak­lega Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar­flokks.“

„Þeir svifust einskis í nær for­dæma­lausu mál­þófi og beittu öllum brögðum til að koma í veg fyrir að nýr sam­fé­lags­sátt­máli, sem sam­þykktur hafði verið með tveim þriðju hluta greiddra at­kvæða í þjóðar­at­kvæða­greiðslu, næði fram að ganga. Lýð­ræðið var fótum troðið.“

Í lok greinar sinnar gefur Jóhanna lítið fyrir nú­verandi til­lögur ríkis­stjórnarinnar í úr­bætum á stjórna­skránni.

„Nú­verandi ríkis­stjórn virðist ekki ætla að færa þjóðinni þá heil­steyptu stjórnar­skrá sem fólkið bíður enn eftir. Kannski á að sam­þykkja lítinn hluta hennar á þessu kjör­tíma­bili m.a. um þjóðar­eign á landi. Hætta er á með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn verði valinn lægsti sam­nefnari og hald­lítið auð­linda­á­kvæði.“