Stjórnir Land­verndar og Hins ís­lenska náttúru­fræði­fé­lags sendu Guð­mundi Inga Guð­bjarts­syni, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, og Kristjáni Þór Júlíus­syni, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra harð­ort bréf í dag þar sem lýst var yfir á­hyggjum af sela­stofni Ís­lands.

„Það brá mörgum við frétt í Frétta­blaðinu ný­lega um að þúsundir land­sela hafi drepist í grá­sleppu­netum undan­farin ár,“ segir Ester Rut Unn­steins­dóttir, for­maður Hins ís­lenska náttúru­fræði­fé­lags.

Á árunum 2014 til 2018 hafi upp­reiknaður fjöldi sela sem veiddust í grá­sleppu­net verið 2.695 dýr á hverju ári. Þar af voru 1.389 land­selir sem taldir eru í bráðri út­rýmingar­hættu. Land­sela­stofninn er metinn vera um 9.400 dýr en helsta dánar­or­sök land­sela er drukknun í veiðar­færum.

Orð­spor þjóðarinnar í húfi

„Við erum slegin yfir fjölda dýra sem drepast í netunum, þá sér­stak­lega vegna land­sels,“ segir Ester. Það hvatti stjórnirnar til að senda bréf til ráð­herra og brýna á nauð­syn þess að bregðast við.

„Þjóðin getur ekki verið þekkt fyrir það að sela­stofnum Ís­lands verði út­rýmt, eins og um­tals­verð hætta er á. Sjálfs­virðing og orð­spor þjóðarinnar er í húfi,“ segir í bréfinu. Einnig yrði það gróft brot á al­þjóð­legum samningum um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og verndun dýra­stofna.

Drukknun sela í netum fari jafn­framt gegn lögum um dýra­vel­ferð. „En það er tími til að grípa til að­gerða. En ekki mikill tími. Við­komandi stofnanir og ráðu­neyti, sjó­menn og út­gerðir verða tafar­laust að taka höndum saman.“

Enn tími til að­gerða

Ljóst sé að ýmis­legt hafi verið reynt að gera en það þurfi þó mun meira til. „Það er í raun ekki búið að tryggja selum laga­lega vernd þrátt fyrir reglu­gerð um veiði­bann, þá vantar heild­stæða vernd fyrir seli á Ís­landi,“ bendir Ester á.

„Greina þarf með tafar­laus til hvaða að­gerða er hægt að grípa strax svo stöðva megi þessa ó­heilla­þróun.“ Það blasi við að grípa þurfi til frekari raun­hæfra að­gerða til að tak­marka sela­dauða við grá­sleppu­veiðar.

„Selir eru ó­rjúfan­legur hluti náttúru Ís­lands og því virðist það ó­hugsandi að þessi dýr, sem skipa mikil­vægan sess í líf­ríki strand­svæða og í hugum margra lands­manna, drepist á þennan hátt og í svo miklum mæli. [..] Nú reynir á raun­veru­legan vilja til náttúru­verndar.“

Helsta dánarorsök landsela er drukknun í veiðarfærum.

Órjúfanlegur hluti af náttúrunni

Greinar­gerð frá fag­hópi sér­fræðinga í líf­fræði spen­dýra innan Hins ís­lenska náttúru­fræði­fé­lags má sjá hér að neðan.

Stofnar beggja ís­lensku sela­tegundanna eru á vá­lista og helsta dánar­or­sök er talin vera drukknun í grá­sleppu­netum

Selir eru ó­rjúfan­legur hluti náttúru Ís­lands og því virtist það ó­hugsandi að þessi dýr sem skipa mikil­vægan sess í líf­ríki strand­svæða og í hugum margra lands­manna drepist á þennan hátt og í svo miklu mæli. Þetta er bæði dýra­verndunar­mál og ógn við stöðu stofnsins hér við land, en bæði land­selurinn og út­selurinn eru á vá­lista.

Tvær sela­tegundir kæpa við Ís­land; Land­selur (Pho­ca vitulina) og út­selur (Halichoerus grypus). Þessar tegundir eru meðal lykil­tegunda í vist­kerfi sjávar við Ís­land. Selir eru rán­dýr sem eru efst eða mjög ofar­lega í fæðu­vefnum í sínum bú­svæðum. Bú­svæði land­sels og út­sels eru grunn strand­svæði þar sem helsta fæða þeirra eru fiskar, þá einna helst sand­síli, flat­fiskar og þorsk­fiskar.

Til marks um mikil­vægi þeirra í náttúrunni þá þýða lífs­hættir þeirra líka að næringar­efni í formi úr­gangs og hræja flytjast á milli strand- og djúp­sjávar­svæða sem nýtast svo öðrum líf­verum.

Land­selur og út­selur eru meðal fjölda annarra tegunda sjávar­spen­dýra á heims­vísu sem eiga undir högg að sækja vegna at­hafna mannsins og eru báðar tegundir á vá­lista hér­lendis. Land­sels­stofninn við Ís­land er í bráðri hættu (CR), sbr. mat sér­fræðinga Náttúru­fræði­stofnunar Ís­lands og Haf­rann­sókna­stofnunar, en út­selir í nokkurri hættu (VU). Land­sels­látur eru dreifð um allt land en dæmi um mikil­væg bú­svæði þeirra eru látrin við Vatns­nes, á Ströndum, við mynni Lagar­fljóts og á Skeiðar­ár­sandi. Út­sels­látur er einnig að finna um allt land, en stærstu látrin eru í Breiða­firði, í Surts­ey og á Ör­æfum.

Selum fækkað um 72 prósent

Árið 1980 hófust talningar á land­selum og stóð þá stofninn í um 33 þúsund dýrum. Árið 2018 kom í ljós að land­sel hafði fækkaði um 72 prósent á að­eins 37 árum. Fækkunin á þessu tíma­bili sam­svaraði rúm­lega þremum prósentum á ári sem telst al­gert hrun [4]. Stofninn hríð­féll á 9. ára­tugnum þegar hring­or­ma­nefnd fjár­magnaði um­fangs­miklar sela­veiðar í þeim til­gangi að út­rýma hring­ormi úr fiski­af­urðum. Af­leiðingin var að land­sel var nánast út­rýmt á til­teknum svæðum. Síðan þessari að­för að land­selnum var hætt hefur fækkun í stofninum þó haldið á­fram, þó sú fækkun sé hægari nú en áður. Árið 1982 hófust reglu­legar mælingar til að leggja mat á stofn­stærð út­sels og var hann þá metinn vera um 9200 dýr. Árið 1990 var stofninn talinn vera 10600 dýr, en fækkað hefur veru­lega í honum síðan þá.

Stofn­mat á ís­lenska út­sels­stofninum fór síðast fram árið 2017 og var hann þá metinn um 6300 dýr. Ekki er vitað hvað hefur staðið í vegi fyrir styrkingu stofnsins í sitt fyrra horf. Fækkun hefur þó aðal­lega verið rakin til beinna veiða sem ný­lega voru bannaðar á­samt hjá­veiðum. Þar til ný­lega hafa land­selir verið veiddir við til­tekna á­rósa vegna þeirrar trúar margra að þeir sæki í lax­fiska. Rann­sóknir hafa þó sýnt að hlut­fall laxa í fæðu sela sé mjög lágt. Vegna bú­svæða- og fæðu­vals eru land­selir og út­selir út­settir fyrir því að lenda í veiðar­færum og eru í mikilli hættu á að flækjast í netum, sér­stak­lega í grá­sleppu­netum.

Land­selir og út­selir eru nokkuð lang­lífir en urturnar verða að jafnaði kyn­þroska um 4-6 ára og makast um það bil ár­lega og eignast þá oftast einn kóp í senn, en há­marks­aldur land- og út­sela er talinn vera um 36- 40 ár. Land­selir og út­selir eru átt­haga­kærir og því ber­skjaldaðir þegar bú­svæðum þeirra er raskað. Það getur reynst erfitt fyrir slíka stofna að ná vexti á ný eftir hrun þar sem fjölgun er hæg, ung­viða­dauði hár, dýrin halda sig mikið á sömu slóðunum þrátt fyrir röskun og tæki­færi til mökunar eru færri en áður. Vöxtur slíkra stofna tengist beint þétt­leika þeirra og eru þeir því verr í stakk búnir til að rétta við sér fari þétt­leiki þeirra undir á­kveðin mörk.

Rann­sóknir hafa sýnt að stór hluti þeirra land­sela og út­sela sem flækjast í netum eru ungir selir og benda tölurnar til þess að strand­veiðar með notkun neta ógni þannig við­komu stofnsins. Því er ljóst að veru­leg þörf er á aukinni vöktun og rann­sóknum á af­komu land­sels- og út­sels­stofnsins við Ís­land svo hægt sé að bregðast við á réttan hátt til fram­tíðar og snúa stofn­stærðar þróuninni við

Það er skylda okkar að hindra það að selirnir hverfi úr náttúru Ís­lands. Land­sel hefur fækkað hratt undan­farin ár og því er brýnt að stjórn­völd taki mál­efninu graf­alvar­lega og bregðist við hið fyrsta með verndun mikil­vægra bú­svæða sela á Ís­landi, bæði í sjó og á landi. Í ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofnunar um stjórnun sela­stofna hefur verið bent á í fjölda ára að nauð­syn­legt sé að finna leiðir til að draga úr hættunni á að selir veiðist sem meða­fli. Fiski­stofa hefur auk þess brugðist við vandanum með tíma­bundnu banni við grá­sleppu­veiðum á af­mörkuðum svæðum sem eru mikil­væg bú­svæði land­sela. Einnig má benda á við­bótar til­lögur Náttúru­fræði­stofnunar um B-hluta Náttúru­minja­skrár, sem lagðar voru fram í árs­lok 2020. Reglu­gerðin frá 2019 um bann við öllum beinum sel­veiðum var einnig mikil­vægt inn­legg í þessu sam­hengi.

Skrefin sem hafa átt sér stað varðandi verndun þessara við­kvæmu stofna eru já­kvæð en einungis tíma­bundin lausn og ljóst að meira þarf til svo að selir njóti raun­veru­legrar verndar í ís­lensku laga­um­hverfi.