Lands­menn voru ekki lengi að bregðast við fréttum um að þrettán manns hafi greinst með Co­vid-19 í gær. Twitter not­endur voru ekki par kátir með fréttirnar en átta af þeim sem greindust voru utan sótt­kvíar.

Tíu smitanna tengdust leik­skólanum Jörfa og bentu þó nokkrir á að leik­skóla­starfs­menn ættu að fá for­gang í bólu­setningu líkt og heil­brigðis­starfs­fólk. Ís­lendingar slógu þó margir á létta strengi en von­brigðin voru þó á­berandi í gríninu sem ein­kenndist af eymd og vol­æði.

Þá vakti það reiði margra að smitin, sem eru af breska af­brigðinu, væru rakin til ein­stak­lings sem virti sótt­kví að vettugi við komuna til landsins. Sótt­kvíar­brotið kom illa við marga sem hvöttu ríkis­stjórnina til að hækka sektir og endur­hugsa af­stöðu til sótt­kvíar­hótelsins.