Hörður Orri Grettisson, formaður nefndarinnar, staðfesti í samtali við Rúv í morgun að það væri enn verið að funda í leit að farsælli lausn.

Um helgina voru tekin í gildi nýjar reglur um hertar samkomutakmarkanir sem gerir það að verkum að aðeins tvö hundruð manns mega koma saman hverju sinni.

Fyrir vikið hafa fjölmargar útihátíðir ákveðið að aflýsa viðburðum um Verslunarmannarhelgina sem er næstu helgi. Óvíst er hvaða skref verður tekið með Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Hörður sagði að fyrirkomulag hátíðarinnar væri meðal annars til skoðunar en hátíðin stendur yfirleitt yfir frá fimmtudegi til aðfaranótt mánudags.

Fyrir helgi hafði hann haft orð á því að það kæmi til greina að fresta Þjóðhátíð um nokkrar vikur.