Þjóð­há­tíðar­dagur Banda­ríkjanna er á morgun og verða há­tíðar­höld með afar breyttu sniði vegna kórónu­veirunnar.

Á hverju ári halda milljónir Banda­ríkja­manna upp á þjóð­há­tíðar­daginn með skrúð­göngum, fjöl­skyldu­boðum og flug­elda­sýningum en í ár eru settar miklar tak­markanir á slík há­tíðar­höld.

Skrúð­göngum frestað

Stór­borgir um öll Banda­ríkin hafa frestað því að halda skrúð­göngur í ár til að forðast hóp­smit en smitum í Banda­ríkjunum fjölgar enn frá degi til dags. Vana­lega fer stærsta skrúð­gangan fram í höfuð­borginni, Was­hington D.C, en henni hefur einnig sem hefur verið frestað.

Sam­kvæmt skipu­leggj­endum skrúð­göngunnar er það gert vegna heil­brigðis­sjónar­miða.

Borgar­yfir­völd í Mont­gomery Ohio deyja þó ekki ráða­laus og verða með „öfuga skrúð­göngu.“ Í­búar keyra niður aðal­götuna í bílum sínum og verða blöðru­dýr, trúðar og lúðra­sveitir á kyrr­stæðum pöllum meðfram götunni.

Leyni­legar flug­elda­sýningar

Rétt eins og á 17. júní er þjóð­há­tíðar­degi Banda­ríkjanna nær alltaf fagnað með flug­elda­sýningu. Bæjar­yfir­völd víðs­vegar um Banda­ríkin hafa á­kveðið að halda leyni­legar flug­elda­sýningar í ár til að forðast fjölda­sam­komur.

Ma­cys flug­elda­sýningin í New York borg verður skipt niður í margar minni flug­elda­sýningar og mun fara fram á ó­til­greindum stöðum á ó­til­greindum tíma. Hver flug­elda­sýning verður í fimm mínutur til að forðast það að fólks­fjöldi komi saman.

Aðrar borgir eins og Boston og Hou­ston hafa hvatt fólk til að fylgjast með flug­elda­sýningum sínum heima frá, í sjón­varpinu eða á netinu.

Staf­rænir við­burðir

Kórónu­veirufar­aldurinn hefur aukið sam­skipti fólks gegnum netið til muna og verða fjöl­margir staf­rænir við­burðir í boði á þjóð­há­tíðar­daginn.

Á venju­legum þjóð­há­tíðar­degi safnast fjöldi fólkst saman til að horfa á The Capitol Fourth tón­leikana í höfuð­borg Banda­ríkjanna. Tón­leikarnir í verða nú sýndir í sjón­varpinu og á netinu.

Lista­safn í Los Angeles mun einnig halda staf­ræna tón­leika fyrir borgar­búa gegnum Face­book. Þá hafa fjöl­margar borgir í Banda­ríkjunum gripið til sama ráðs.

Ekki verða þó allir við­burðir staf­rænir en hin sögu­fræga pylusátskeppni í New York borg „Nat­hans Hot Dog Eating Con­test“ mun fara fram en þó með ýmsum tak­mörkunum vegna CO­VID-19.

Pylsu­át­s­keppnin er yfir 100 ára gömul og ár­lega horfa yfir 2 milljón manns á hana í sjón­varpinu.

Hin árlega pylsuátskeppni í New York borg hefur ekki verið frestað.
Ljósmynd/EPA

Þrátt fyrir fjölmarga stafræna við­burði sjá margar borgir ekki aðra kosti en loka al­mennings­görðum, krám og veitinga­stöðum á morgun til að forðast fjölda­sam­komur og hóp­smit.

Þá hafar ríki eins og Fl­orida og Cali­fornia ákveðið að loka ströndum sínum, sem vana­lega er troðnar af fólki á þjóð­há­tíðar­daginn.


Há­tíðar­höldin hefjast í dag

Til þess að dreifa við­burðum og halda fjölda­tak­mörkunum hafa fjöl­mörg ríki á­kveðið að dreifa há­tíðar­höldunum yfir tvo daga. Því fara margir viðburðir fram í dag.

Donald Trump, for­seti Banda­ríkjanna, ferðast til að mynda til Mount Rus­hmor­e í South Dakota í dag til að fylgjast með flug­elda­sýningu en það er í fyrsta skipti í mörg ár sem flug­elda­sýning er haldin við fjallið fræga.

Á­kvörðun hans um halda flug­elda­sýningu við fjalls­ræturnar hefur verið harð­lega gagn­rýnd meðal annars vegna ótta um að flug­eldarnir geta orðið kveikja að skógar­eldum.

In­fæddir Indjánar á svæðinu hafa einnig á­kveðið að mót­mæla komu for­setans er högg­myndirnar af fyrrum for­setum Banda­ríkjunum í fjallinu eru á hei­lögu landi sem eitt sinn til­heyrði Sioux ætt­bálknum.

Við­burðurinn hefur einnig verið gagn­rýndur þar sem engar fjar­lægðar­reglur verða til staðar og fólki verður frjálst að vera ekki með and­lits­grímur.

„Við sögðum við fólk að ef það hefur á­hyggjur, þá er því frjálst að vera heima hjá sér,“ er haft eftir Kristi Noem, ríkis­stjóra South Dakota, á BBC.

Trump hefur einnig lofað „heljarinnar við­burði“ í höfuð­borginni þar sem 10.000 flug­eldar verða sprengdir í loftu.

Í kvöld verður flugeldasýning á hinu sögufræga Mount Rushmore.
Ljósmynd/EPA