Undir­búningur við Þjóð­há­tíð í Eyjum er í upp­námi í kjöl­far mikillar aukningar smita síðustu daga. For­maður Í­þrótta­fé­lags Vest­manna­eyja, sem er aðal­skipu­leggjandi Þjóð­há­tíðar, segir ekkert annað í stöðunni en að bíða á­teka.

„Við erum í sam­bandi við al­manna­varnir hérna og slíkt og við bíðum bara á­tekta. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Þór Vil­hjálms­son, for­maður ÍBV.

Það er ljóst að ef blása þarf af Þjóð­há­tíð þá hlýtur það að þýða gífur­lega mikið tap fyrir ÍBV?

„Jú, jú. Við erum náttúr­lega búin að leggja út í tölu­vert mikinn kostnað og vinnu bara við að koma há­tíðinni af stað.“

Þór segist ekki hafa átt von á þessu miðað við það sem hefur áður verið sagt og að­spurður um hvað mögu­leg af­lýsing Þjóð­há­tíðar annað árið í röð muni þýða fyrir rekstur í­þrótta­fé­lagsins segir hann:

„Þá sitjum við náttúr­lega bara uppi með það að við missum okkar stærsta tekju­lind sem við notum í rekstur í­þrótta­mála hérna í Eyjum fyrir börn og ung­linga og aðra. Við yrðum bara í mjög erfiðum málum að fá þetta annað árið í röð.“

Eruð þið samt enn von­góð að ná að halda Þjóð­há­tíð?

„Við vitum náttúr­lega ekkert í sjálfu sér hvernig þetta endar, þetta kemur ekki í ljós fyrr en seinni partinn á morgun eftir ríkis­stjórnar­fundinn. En við erum bara stopp, við bíðum bara,“ segir Þór.

Þjóðhátíð 2015.
Fréttablaðið/Vilhelm