Vla­dimir Pútín for­seti Rúss­lands sem hefur á­kveðið að slá þjóðar­at­kvæða­greiðslu sem fara átti fram í landinu á frest vegna kóróna­far­aldursins. At­kvæða­greiðslan fjallar um stjórnar­skrár­breytingar sem gæfu Pútín kost á á­fram­haldandi valda­setu í Rúss­landi.

Sam­kvæmt frétt BBC verður at­kvæða­greiðslunni, sem fara átti fram 22 apríl nk., frestað um ó­á­kveðinn tíma.

Stjórnar­skrár­breytingarnar sem um ræðir höfðu þegar verið sam­þykktar af Stjórnar­skrár­rétti Rúss­lands sem og af Rúss­neska þinginu. Enn átti þó eftir að leggja breytingarnar undir rúss­neskan al­menning.

Þaul­sætinn for­seti

Pútin situr nú sitt fjórða kjör­tíma­bil sem for­seti Rúss­lands. Sam­kvæmt nú­gildandi lögum er það há­marks­fjöldi kjör­tíma­bila sem einn for­seti getur setið. Um­ræddar stjórnar­skrár­breytingar myndu fjölga leyfi­legum kjör­tíma­bilum upp í sex talsins.

Pútín greindi frá á­kvörðun sinni í sjón­varps­á­varpi í gær. Í leiðinni beindi hann þeim til­mælum til rúss­nesku þjóðarinnar að mæta ekki til vinnu í næstu viku í þeim til­gangi að hefta út­breiðslu kóróna­veirunnar.