Hægt er að kenna kúm að fara á salernið til að draga úr út­blæstri gróður­húsa­­loft­­tegunda. Þetta er niður­­­staða nýrrar þýskrar rann­­sóknar þar sem vísinda­­fólk þjálfaði dýrin til að nýta sér­­­stök salerni sem út­búin voru fyrir þau. Þvagi þeirra var safnað og það með­höndlað til að draga úr ammoníak­­mengun sem því fylgir en þegar ammoníakið blandast jarð­vegi verður til gróður­húsa­­loft­­tegundin nitur­oxíð.

Á heims­vísu stafar um tíu prósent út­blásturs sem mann­kynið ber á­byrgð á af naut­­gripa­rækt.

Vísinda­­fólkið reyndi að kenna 16 kúm að nota klósettið sem ber nafnið „MooLoo“ á bónda­bæ í eigu rann­­sóknar­­stofnunar í bú­fjár­­málum. Kýrnar voru settar í stíu með klósettinu og fengu mat að launum fyrir að nota það. Síðan voru þær settar í stíu við hlið MooLoo og aftur verð­­launaðar fyrir að ganga inn í stíuna með klósettinu og pissa. Sprautað var vatni á þau dýr sem pissuðu utan klósettsins.

Kýr virðir fyrir sér MooLoo.
Mynd/FBN

Í þriðja hluta til­­raunarinnar voru kýrnar settar lengra frá klósettinu og á­­fram beitt verð­­launum og vatni til að reyna að fá þær til að nota það.

Eftir tíu skipti höfðu 11 kýr lært að nota klósettið.

„Mjög fljótt, eftir að hafa pissað 15 til 20 sinnum að meðal­­tali fóru kýrnar að nota klósettið af sjálfs­dáðum,“ segir Lindsay Matt­hews, vísinda­­kona sem tók þátt í rann­­sókninni við Radio New Zea­land. „Í lokin voru þrjú af hverjum fjórum dýrum farin að pissa í klósettið í þremur fjórðu til­­­fella.“

Að­stand­endur rann­­sóknarinnar segja að með því að safna 80 prósentum af þvagi naut­­gripa í klósett líkt og MooLoo megi draga úr ammoníak­­mengun um 56 prósent. Auk þess sé það betra fyrir vel­­ferð dýranna að draga úr magni þvags í fjósum.