Þing­menn hafa lagt fram þings­á­lyktunar­til­lögu þess efnis að gera sölu á vörum sem inni­halda CBD (canna­bidiol) eða hamp­jurt leyfi­lega í al­mennri sölu. Í til­lögunni er Svan­dísi Svavars­dóttir falið að gera við­eig­andi breytingar á reglu­gerðum. Sökum þess að CBD er að finna í kanna­bis­plöntum er það lyf­seðils­gilt þrátt fyrir vera ekki vímu­gjafi.

Rang­lega flokkað

Í til­lögunni er bent á að laga­leg staða CBD á Ís­landi sé ó­skýr og það beri að laga. „Í ljósi þess að CBD er ekki vímu­gjafi eru engin rök sem standa til þess að það skuli flokkað sem á­vana- og fíkni­efni eða lyf,“ segir í til­lögunni.

Að til­lögunni koma þing­menn allra flokka á Al­þingi að frá­töldum Vinstri grænum og Mið­flokknum. Alls leggja ellefu þing­menn fram til­löguna eða þau; Hall­dóra Mogen­sen, Albert­ína Frið­björg Elías­dóttir, Álf­heiði Ey­mars­dóttur, Björn Leví Gunnars­son, Guð­mundur Ingi Kristins­son, Hanna Katrín Frið­riks­son, Jón Þór Ólafs­son, Vil­hjálmur Árna­son, Willum Þór Þórs­son, Þor­gerður K. Gunnars­dóttir og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir.

Þór­dís Kol­brún, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, hefur sagst vera opin fyr­ir því að end­ur­skoða laga- og reglu­verk um fram­leiðslu iðnaðar­hamps hér á landi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Svara eftir­spurn eftir vörunni

Í til­lögunni er sagt að hægt sé með ein­földum hætti að vinna virka efnið CBD úr iðnaðar­hampi sem inni­heldur mjög lítið eða ekkert THC, sem er helsti vímu­efna­gjafinn í kanna­bis­plöntum. Mörg ná­granna­ríki Ís­lands hafa farið þá leið að heimila slíka vinnslu og lausa­sölu á af­urðunum, þegar styrk­leiki THC er innan við skil­greind mörk.

„Eftir­spurn eftir að­gengi að vörum sem inni­halda CBD hér á landi er nú þegar tals­verð. Rétt er að bregðast við þeirri eftir­spurn og heimila slíkt að­gengi, enda eru engin rök sem mæla gegn því. Efnið veldur engri vímu, það er ekki á­vana­bindandi og notkun þess getur verið til hags­bóta fyrir ein­stak­linga,“ segir í til­lögunni að lokum.