Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lggja nú fyrir en prófkjöri flokksins lauk í dag klukkan 18. Alls voru um 4700 atkvæði greidd og höfðu 1419 atkvæði verið talin þegar greint var frá fyrstu tölum.

Í fyrstu fjórum sætunum sitja nú þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, er í fyrsta sæti með 1169 atkvæði.

Á eftir Bjarna kemur Jón Gunnarsson með 371 atkvæði í 1. til 2. sæti. Í þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir með 374 atkvæði í 1. til 3. sæti og í því fjórða er Óli Björn Kárason með 587 atkvæði í 1. til 4. sæti.

Samkvæmt fyrstu tölum eru þau Arnar Þór Jónsson og Sigþrúður Ármann ekki að ná þeim árangri sem að var stefnt en þau skipa fimmta og sjötta sætið.

Í síðasta prófkjöri sem haldið var fyrir kosningarnar 2016 varð Jón Gunnarsson í 2. sæti, Óli Björn Kárason í 3. sæti og Bryndís Haraldsdóttir í 5. sæti. Henni var hins vegar lyft alla leið upp í 2. sæti vegna karlaslagsíðu á listanum. Þau fengu þá fjóra menn kjörna inn á þing.

Í síðasta prófkjöri sem haldið var fyrir kosningarnar 2016 varð Jón Gunnarsson í 2. sæti, Óli Björn Kárason í 3. sæti og Bryndís Haraldsdóttir í 5. sæti. Henni var hins vegar lyft alla leið upp í 2. sæti vegna karlaslagsíðu á listanum. Vilhjálmur Bjarnason sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu varð af þessum sökum af þingsæti en flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing. Í síðustu kosningum var sami listi boðinn fram, vegna þess hve brátt kosningarnar bar að.

Fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi:

  • Í 1. sæti með 1169 atkvæði í 1 sæti er Bjarni Benediktsson
  • Í 2. sæti með 371 atkvæði í 1-2 sæti er Jón Gunnarsson
  • Í 3. sæti með 474 atkvæði í 1-3 sæti er Bryndís Haraldsdóttir
  • Í 4. sæti með 587 atkvæði í 1-4 sæti er Óli Björn Kárason
  • Í 5. sæti með 696 atkvæði í 1-5 sæti er Arnar Þór Jónsson
  • Í 6. sæti með 787 atkvæði í 1-6 sæti er Sigþrúður Ármann