Sir David Amess, þing­maður Í­halds­flokksins í Bret­landi var stunginn marg­sinnis er hann var að ræða við kjós­endur í kirkju í Essex í Lundúnum í dag. SamkvæmtBBClést hann af sárum sínum rétt eftir hádegi í dag.

Amess hefur verið þing­maður suð­vestur hluta Essex frá árinu 1983. Sam­kvæmt frétt the Guar­dian var maður hand­tekinn á staðnum grunaður um verknaðinn.

Lög­reglan hald­lagði einnig hníf á staðnum en sam­kvæmt fréttum frá Bret­lands­eyjum var hinn 69 ára gamli þing­maður stunginn nokkuð oft.

David Amess á fundi í Frakklandi árið 2018.
Ljósmynd/Getty Images

Lög­reglan segist ekki vera að leita af öðrum ger­endum í tengslum við á­rásina að svo stöddu. Amess sem hefur setið á þingi í 38 ára skilur eftir sig eiginkonur og þrjú börn.

Sam­kvæmt Sky News gekk árásarmaðurinn inn á kjör­dæma­fundinn og réðst beint á Amess. Hann hlaut að­hlynningu á staðnum en var síðan fluttur á spítala þar sem hann lést.

Fréttin var uppfærð kl: 14:33