Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi, segist ekki lengur geta orða bundist vegna fram­göngu Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar um­hverfis­ráð­herra sem hann segir fara um landið „með frið­lýsinga­sprotann í skjóli nætur og frið­lýsir út og suður, án alls sam­ráðs og fag­legs undir­búnings.“

Í færslu sem Vil­hjálmur birti á Face­book í kvöld og hefst á orðunum „Ó­lög­legt og sið­laust“ gagn­rýnir hann um­hverfis­ráð­herra harð­lega. Vil­hjálmur segist eiga bæði við stækkun Vatna­jökuls­þjóð­garðs og frið­lýsingar á grund­velli ramma­á­ætlunar. Þar sem ráð­herra hafi ekki komist hjá því að ræða við sveitar­stjórnir bjóði hann fram­tíðar­störf fyrir land­verði til fram­búðar.

Meðal þeirra sem líkar við færsluna eru tveir fé­lagar Vil­hjálms í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokksins, þeir Brynjar Níels­son og Ás­mundur Frið­riks­son.

Þeim Brynjari Níels­syni og Ás­mundi Frið­riks­syni líkar við færslu sam­flokks­manns síns.
Fréttablaðið/Anton Brink/Vilhelm Gunnarsson

Um­hverfis­ráð­herra er ekki einu sinni kjörinn Al­þingis­maður

„Hann hefur ekkert fjár­veitingar­vald né lög­gjafar­vald, en um­hverfis­ráð­herra er ekki einu sinni kjörinn Al­þingis­maður,“ skrifar Vil­hjálmur. Guð­mundur Ingi er odd­viti Vinstri grænna í Suður­vestur­kjör­dæmi í Al­þingis­kosningum á laugar­dag en sat sem ráð­herra utan þings á kjör­tíma­bilinu.

Dómsmál vegna friðlýsinga

Vil­hjálmur segir það ekki standast lög að á grund­velli ramma­á­ætlunar séu vatna­svið frið­lýst. Það sé Al­þingis að skil­greina hvaða svæði eigi að frið­lýsa í sam­ræmi við ramma­á­ætlun sem ekki hafi verið gert.

„Þess ber að geta að vegna frið­lýsingar á Jökuls­á á Fjöllum er dóms­mál í gangi út af þessum ó­lög­lega gjörningi. Þá hafa sveita­stjórnar­full­trúar í Blá­skóga­byggð og víðar mót­mælt því harð­lega að heilu vatna­sviðin séu frið­lýst í stað einungis hvers virkjana­kosts fyrir sig.“

Dóms­mál standa yfir vegna frið­lýsingar á Jökuls­á á Fjöllum.
Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Auk þess segir þing­maðurinn að það sé ó­lög­legt að stækka Vatna­jökuls­þjóð­garð, „án alls sam­ráðs við sveita­stjórnir í ná­grenninu, eðli­legs undir­búnings innan stjórn­sýslunnar með kostnaðar­mati, hnit­settum kortum og að ég tali nú ekki um að klára frá­gang og fjár­mögnun á fyrri stækkunum.“

Það sé ó­eðli­legt að mögu­legt sé að gera svæði að þjóð­garði með því að breyta reglu­gerðum, sam­kvæmt náttúru­verndar­lögum þurfi frið­lýsing að fara í gegnum stjórn­sýslu­með­ferð.

„Þetta eru ekki vinnu­brögð sem hægt er að bjóða al­menningi uppá með okkar mikil­væga land. Þarna er alveg skautað fram hjá lýð­ræðinu og al­mennum manna­siðum í sam­skiptum og sam­starfi,“ segir Vil­hjálmur að lokum.